Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
banner
   mið 21. júlí 2021 12:00
Elvar Geir Magnússon
Heimild: Mirror 
Man Utd horfir til Goretzka
Leon Goretzka.
Leon Goretzka.
Mynd: Getty Images
Manchester United hefur áhuga á Leon Goretzka, leikmanni Bayern München, en hann verður fáanlegur á frjálsri sölu 2022 eins og staðan er núna.

Goretzka hefur spilað stórt hlutverk í velgengni Bayern undanfarin ár, þar á meðal sigrinum í Meistaradeildinni 2020.

Viðræður hans við Bayern um nýjan samning hafa gengið brösuglega.

Julian Nagelsmann, nýr stjóri Bayern, talaði um það í viðtali fyrr í vikunni að Goretzka yrði mikilvægur á komandi tímabili.

„Við viljum allir hafa hann áfram. Hann er framúrskarandi leikmaður sem er einn sá mest ógnandi sóknarleika í deildinni. Fyrir mér er hann algjör lykilmaður í liðinu," sagði Nagelsmann.

Önnur stór félög í Evrópu horfa til Goretzka og samkvæmt Mirror er Manchester United eitt af þeim.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner