banner
   mið 21. júlí 2021 13:07
Innkastið
Meiri ábyrgð á „hermanninum" Ragga Sig
Icelandair
Ragnar Sigurðsson á landsliðsæfingu.
Ragnar Sigurðsson á landsliðsæfingu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net
„Þetta er risastórt. Það var liðinn frekar langur tími frá því að hann var fyrst orðaður við heimkomu. Maður hélt frekar að hann myndi hætta heldur en að taka slaginn hér heima. En hann hefur kitlað í tærnar og það er geggjað að fá hann í deildina," segir Ingólfur Sigurðsson um endurkomu Ragnars Sigurðssonar til Fylkis.

Árbæjarliðið tilkynnti í gær að Ragnar væri kominn heim eftir langan og farsælan atvinnumannaferil og rætt var um þessar fréttir í Innkastinu.

Tómas Þór Þórðarson var spurður að því hvaða væntingar hann væri með til skipta Ragnars í Fylki?

„Ég veit ekki hverjar væntingarnar eru. Hann er topp þrír hæfileikaríkasti miðvörður Íslandssögunnar og topp tveir ef við tökum saman landslið og félagslið. Raggi er rosalegur 'soldier' (hermaður), ég veit ekki hversu mikill leiðtogi meðal manna hann er. Hann og Kári hafa verið stórkostlegir saman en Raggi þarf að vera algjör leiðtogi í þessu Fylkisliði," segir Tómas.

„Það hafa ekki allir sem koma úr atvinnumennsku verið að ná sér á strik, því miður eru of mörg dæmi um að það hafi alls ekki gerst. Hverjir hafa verið að koma heim? Það eru menn sem eru leiðtogar og menn með talanda og gefa af sér inni á vellinum. Hannes Þór, Birkir Már, Kári Árna... mér finnst eiginlega meiri ábyrgð á Ragga að koma inn í þetta Fylkislið en á hina þrjá. Þeir komu alveg inn í góð lið, tveir af þeim í frábært lið. Ég hlakka til að sjá þetta og ég veit að Raggi mun ekki tapa einvígi og menn verða tæklaðir í drasl."

Ingólfur telur að koma Ragnars lyfti líklega öðrum leikmönnum Árbæjarliðsins á hærra plan.

„Leikmenn Fylkis fá hans nærveru, að standa við hlið Ragga Sig á vellinum. Það eitt og sér gerir rosalega mikið fyrir þá. Raggi hefur borið fyrirliðabandið hér og þar en rétt að hann virkar á mann eins og 'soldier' en er ekki með á hreinu hvort hann sé stjórnandi sem láti í sér heyra eins og Kári. En þetta er þvílíkur fengur fyrir Fylki," segir Ingólfur og Tómas bætir við:

„Þvílík virðing á hann að velja heimaklúbbinn. Hann fer alla leið í kjallarann því hann blæðir appelsínugulu."

Sjá einnig:
Raggi Sig segir áhugann hafa verið lítinn: Vildi ekki loka á landsliðið
Innkastið - Raggi lokar hringnum og Stjörnuhrap í Breiðholti
Athugasemdir
banner
banner
banner