Liverpool og Arsenal sýna Mbeumo áhuga - Hvenær tekur Amorim við Man Utd? - Arsenal vinnur að því að fá Sane
   sun 21. júlí 2024 18:23
Brynjar Ingi Erluson
Byrjunarlið Stjörnunnar og Fylkis: Emil Atla á bekknum - Rúnar breytir ekki sigurliði
Stjörnumenn mæta botnliði Fylkis
Stjörnumenn mæta botnliði Fylkis
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Stjarnan mætir botnliði Fylkis í 15. umferð Bestu deildar karla á Samsung-vellinum klukkan 19:15 í kvöld.

Lestu um leikinn: Stjarnan 2 -  0 Fylkir

Fylkismenn unnu frábæran 3-0 sigur á ÍA í síðustu umferð en Stjörnumenn hafa ekki unnið í síðustu þremur leikjum sínum.

Jökull Elísabetarson, þjálfari Stjörnunnar, gerir fjórar breytingar frá síðasta deildarleik.

Árni Snær Ólafsson kemur í marki og þá koma þeir Adolf Daði Birgisson, Helgi Fróði Ingason og Hilmar Árni Halldórsson inn í liðið.

Emil Atlason og Örvar Eggertsson eru báðir á bekknum.

Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Fylkis, breytir ekki sigurliði en það er aðeins ein breyting á hópnum í heild sinni. Ásgeir Eyþórsson kemur á bekkinn
Byrjunarlið Stjarnan:
12. Árni Snær Ólafsson (m)
2. Heiðar Ægisson
5. Guðmundur Kristjánsson (f)
6. Sindri Þór Ingimarsson
10. Hilmar Árni Halldórsson
11. Adolf Daði Birgisson
30. Kjartan Már Kjartansson
32. Örvar Logi Örvarsson
35. Helgi Fróði Ingason
37. Haukur Örn Brink
80. Róbert Frosti Þorkelsson

Byrjunarlið Fylkir:
1. Ólafur Kristófer Helgason (m)
5. Orri Sveinn Segatta
8. Ragnar Bragi Sveinsson (f)
9. Matthias Præst
17. Birkir Eyþórsson
18. Nikulás Val Gunnarsson
20. Sigurbergur Áki Jörundsson
22. Ómar Björn Stefánsson
27. Arnór Breki Ásþórsson
70. Guðmundur Tyrfingsson
80. Halldór Jón Sigurður Þórðarson
Athugasemdir
banner
banner