Mexíkóinn Rafael Marquez hefur yfirgefið Barcelona en hann er að taka við sem aðstoðarþjálfari Javier Aguirre hjá Mexíkóska landsliðinu.
Marquez er algjör goðsögn hjá Barcelona en hann lék með liðinu frá 2003-2010 sem varnarmaður og hann snéri aftur 12 árum síðar og hefur stýrt varaliði félagsins undanfarin ár.
Hann gerði nýjan samning við félagið í síðasta mánuði sem átti að gilda út næsta ár. Hann hefur hins vegar komist að samkomulagi við félagið um riftun á samningi sínum.
Hann mun aðstoða Javier Aguirre sem tekur við landsliðinu af Jaime Lozano sem hætti eftir slakt gengi á Copa America en liðið hafnaði í 3. sæti síns riðils á eftir Venesúela og Ekvador og á undan Jamaíku.
Athugasemdir