Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 21. ágúst 2019 19:34
Brynjar Ingi Erluson
2. deild: Leiknir F. skoraði sex gegn Tindastól - Ondo skoraði tvö í jafntefli
Gilles Mbang Ondo skoraði tvö fyrir Þróttara
Gilles Mbang Ondo skoraði tvö fyrir Þróttara
Mynd: Þróttur V.
Tveimur fyrstu leikjum kvöldsins í 2. deild karla er lokið en Þróttur V. og Fjarðabyggð gerðu dramatískt 4-4 jafntefli á meðan Leiknir F. kjöldró Tindastól, 6-0.

Leiknismenn eru í harðri baráttu um að komast upp í Inkasso-deildina og mega því lítið við mistökum en Izara Abella Sanchez kom liðinu yfir gegn Tindastól strax á 1. mínútu leiksins.

Sævar Ívan Viðarsson bætti við marki nokkrum mínútum síðar áður en Daniel Garcia Blanco skoraði á 39. mínútu og staðan í hálfleik því, 3-0.

Mykolas Kravsnovskis skoraði fjórða markið og Daniel Garcia skoraði svo sjö mínútum síðar áður en Unnar Ari Hreinsson rak síðasta naglann í kistuna og 6-0 sigur staðreynd.

Fjarðabyggð og Þróttur V. gerðu 4-4 jafntefli á meðan en Fjarðabyggð gerði jöfnunarmarkið undir lokin. Heimamenn byrjuðu betur en Guðjón Máni Magnússon skoraði á 30. mínútu áður en Nikolas Kristinn Stojanovic skoraði í upphafi síðari hálfleiks og staðan því orðin 2-0. Gilles Mbang Ondo tók við sér tveimur mínútum síðar og skoraði tvö mörk með stuttu millibili.

Ruben Ayusu Pastor skoraði í eigið net á 67. mínútu og Þróttarar óvænt komnir yfir. Lassana Drame skoraði fjórða mark Þróttara áður en Jose Romero minnkaði muninn. Pastor bætti svo upp fyrir sjálfsmarkið með því að jafna í uppbótartíma og lokatölur 4-4.

Leiknir F. er á toppnum með 34 stig, Þróttur V. í 6. sæti með 26 stig, Fjarðabyggð í 8. sæti með 23 stig og Tindastóll í neðsta sæti með 9 stig.

Úrslit og markaskorarar:

Leiknir F. 6 - 0 Tindastóll
1-0 Izara Abella Sanchez ('1 )
2-0 Sævar Ívan Viðarsson ('5 )
3-0 Daniel Garcia Blanco ('39 )
4-0 Mykolas Kravsnovskis ('58 )
5-0 Daniel Garcia Blanco ('65 )
6-0 Unnar Ari Hansson ('87 )

Fjarðabyggð 4 - 4 Þróttur V.
1-0 Guðjón Máni Magnússon ('30 )
2-0 Nikolas Kristinn Stojanovic ('54 )
2-1 Gilles Mbang Ondo ('56 )
2-2 Gilles Mbang Ondo ('63 )
2-3 Ruben Ayuso Pastor ('67, sjálfsmark )
2-4 Lassana Drame ('74 )
3-4 Jose Luis Vidal Romero ('86 )
4-4 Ruben Ayuso Pastor ('90 )
Athugasemdir
banner
banner
banner