Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mið 21. ágúst 2019 23:00
Brynjar Ingi Erluson
Dembele pælir ekki í Neymar
Ousmane Dembele er ekki farinn að hugsa sér til hreyfings
Ousmane Dembele er ekki farinn að hugsa sér til hreyfings
Mynd: Getty Images
Moussa Sissoko, umboðsmaður Ousmane Dembele hjá Barcelona, segir að leikmaðurinn spái lítið í þeim fréttum að brasiíska stórstjarnan Neymar sé á leið til félagsins.

Dembele kom til Barcelona árið 2017 og hefur gert 18 mörk í 66 leikjum en hann hefur verið afar óstöðugur í liðinu og hafa fjölmiðlar greint frá því að hann gæti verið á förum.

Barcelona er að leggja allt í sölurnar til að fá Neymar aftur frá Paris Saint-Germain og gæti því Dembele verið einn af þeim leikmönnum sem þarf að fara til að skapa pláss fyrir hann.

„Dembele er ekki ógnað. Þegar þú spilar hjá Barcelona og þá býstu við samkeppni. Neymar eða einhver annar, honum er alveg sama um það. Hann er bara að spá í því sem hann ætlar að gera," sagði Sissoko.

Hann kom þá inná það að Dembele væri ekki á leið frá Barcelona og að honum langaði ekki að spila fyrir neitt annað félag í augnablikinu.
Athugasemdir
banner
banner
banner