Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   lau 21. september 2019 15:56
Ívan Guðjón Baldursson
England: Man City skoraði átta gegn Watford
Everton tapaði heimaleik gegn nýliðunum
Mynd: Getty Images
Þremur leikjum var að ljúka í ensku úrvalsdeildinni þar sem Englandsmeistarar Manchester City skoruðu átta mörk gegn hauslausu liði Watford.

Man City gjörsamlega yfirspilaði andstæðinga sína frá fyrstu mínútu og var staðan orðin 5-0 eftir innan við 20 mínútur.

Sergio Agüero skoraði úr vítaspyrnu, Bernardo Silva setti þrennu og komust David Silva, Nicolas Otamendi, Riyad Mahrez og Kevin De Bruyne einnig á blað.

De Bruyne lagði tvisvar upp í leiknum og skapaði ótal marktækifæri þar að auki.

Man City 8 - 0 Watford
1-0 David Silva ('1)
2-0 Sergio Agüero ('7, víti)
3-0 Riyad Mahrez ('12)
4-0 Bernardo Silva ('15)
5-0 Nicolas Otamendi ('18)
6-0 Bernardo Silva ('49)
7-0 Bernardo Silva ('60)
8-0 Kevin De Bruyne ('85)

Gylfi Þór Sigurðsson lék þá allan leikinn er Everton tapaði óvænt á heimavelli gegn nýliðunum frá Sheffield.

Heimamenn í Everton voru við stjórn allan leikinn en fundu ekki glufur á þéttri vörn gestanna.

Sheffield tókst að skora tvisvar í leiknum þrátt fyrir að eiga aðeins tvær marktilraunir.

Jóhann Berg Guðmundsson var þá utan hóps er Burnley hafði betur gegn nýliðum Norwich. Jói Berg var hvíldur þar sem hann er nýkominn úr meiðslum. Chris Wood gerði bæði mörk Burnley á fyrsta korteri leiksins.

Everton 0 - 2 Sheffield United
0-1 Yerry Mina ('40, sjálfsmark)
0-2 Lys Mousset ('79)

Burnley 2 - 0 Norwich
1-0 Chris Wood ('10)
2-0 Chris Wood ('14)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner