Næstu þrír leikir ráða framtíð Amorim - Glasner, Southgate, Silva og Iraola orðaðir við Man Utd - Liverpool horfir til Araujo
Venni: Ég get ekkert farið að sparka í ruslatunnur eða urðað yfir menn
Hemmi hafði ekki tíma í að einbeita sér að leiknum - „Það voru allir að biðja um skiptingu"
Liam Daði: Við stefnum á Laugardalsvöll og það er ekkert flókið
Karl Ágúst talar um hátt spennustig - „Allt undir á sunnudaginn"
Haraldur Freyr: Það er bara hálfleikur í þessu
Gunnar Heiðar um rauða spjald Diouck: Leiðinlegt að þurfa að fara í einhvern svona leik
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Það er enginn skjálfti
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
   lau 21. september 2019 17:31
Sævar Ólafsson
Sigurður Heiðar: Heilt yfir frábært sumar
3 sæti Inkasso deildarinnar var lendingin hjá Leikni í ár
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Leiknismenn kláruðu Inkasso tímabilið 2019 á nokkuð sæt-bitran hátt. Fyrir það fyrsta kláraði liðið síðasta leik liðsins á lokamínútunum og með því lokaði liðið mótinu með 11 leikja taplausri hrinu sem verður að flokkast sem sætt. En á móti reyndust úrslit síðustu umferðarinnar liðinu óhagstæð svo Grótta og Fjölnismenn kveðja Inkasso deildina þrátt fyrir að 40 stig hafa safnast og 3.sæti deildarinnar niðurstaðan – sem fer í súrsæta flokkinn óneitanlega.

„Já fínn endir fyrir okkur – þetta var langsótt að þurfa að stóla á úrslit annarsstaðar. Sumarið í heild sinni bara geggjað og fannst mér við bara vera frábærir“

„Stebbi (innsk: Stefán Gíslason) náttúrulega byrjar þetta með okkur og fer þarna um mitt sumar og við græddum alveg svakalega á því að hafa eytt vetrinum og fyrri part sumars með honum og héldu í raun bara þeirri vinnu áfram sem hafði verið í gangi og þetta fór svona að tikka hjá okkur“

„Við náðum svona takt í okkar leik aðeins of seint í mótinu en seinni umferðin frábært og heilt yfir frábært sumar“.

Leiknismenn enda grátlega nálægt því að komast upp eftir frábæra seinni umferð. Vissir prófsteinar féllu ekki með liðinu þar sem liðið hefði getað komið sér betur upp í þessa toppbaráttu. Var eitthvað sérstakt í baksýnisspeglinu sem Sigurður Heiðar horfir til nú þegar tímabilinu er lokið?

“Já já alveg slatti – maður er náttúrulega búinn að vera að velta þessu fyrir sér, mörgum stigum sem fóru en maður verður bara geðveikur af því“.

Nánar er rætt við Sigurður Heiðar og hægt er að nálgast það allt saman í spilaranum hér að ofan
Athugasemdir
banner