Liverpool reynir aftur við Zubimendi - Isak til Arsenal - Wirtz á óskalista Bayern
Spenntur fyrir næsta skrefi - „Einn besti markvarðarþjálfari sem þú finnur á Íslandi"
Heimspekingur, kennari og nú þjálfari - „Þetta eru tímamót"
Bannað að mæta á stjórnarfund og var ráðinn í kjölfarið - „Mjög stoltur að félagið sé til í að veðja á mig"
Sverrir Ingi: Ef við viljum fara alla leið þá þurfum við að vera með okkar bestu menn
Leikplanið breytist þegar Orri meiðist - „Vorum ekki búnir að undirbúa okkur“
Jói Berg: Hareide verið flottur og það er uppgangur
Pirrandi hvernig við köstuðum þessu frá okkur - „Getur ekki kastað sér á bakvið það"
Aron telur Hareide á réttri leið - „Væri klárlega til í að sjá Norðmanninn áfram“
Andri Lucas: Stundum er fótboltinn svona, hann er ekki alltaf fallegur
Gulli Victor: Ég mæti hingað og er fagmaður
Orri Steinn hrósar varamönnunum: Breyta leiknum
Jón Dagur: Hann getur verið erfiður stundum
Jói Berg: Við gerðum þetta oft áður fyrr
Hákon: Hlaut einhver af þeim að hafa verið rangstæður
Logi svekktur að missa af leiknum gegn Wales: Var spenntur
Gripið í eistun á Stefáni - „Skil þetta ekki"
Mikael Egill: Ég sá bara Orra fagna í smettið á þeim
Age hreinskilinn: Fótbolti er fyndin íþrótt
Ísak: Nýtti það að vera smá reiður
Guðlaugur Victor: Hefur verið smá erfitt fyrir mig persónulega
   lau 21. september 2019 17:31
Sævar Ólafsson
Sigurður Heiðar: Heilt yfir frábært sumar
3 sæti Inkasso deildarinnar var lendingin hjá Leikni í ár
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Leiknismenn kláruðu Inkasso tímabilið 2019 á nokkuð sæt-bitran hátt. Fyrir það fyrsta kláraði liðið síðasta leik liðsins á lokamínútunum og með því lokaði liðið mótinu með 11 leikja taplausri hrinu sem verður að flokkast sem sætt. En á móti reyndust úrslit síðustu umferðarinnar liðinu óhagstæð svo Grótta og Fjölnismenn kveðja Inkasso deildina þrátt fyrir að 40 stig hafa safnast og 3.sæti deildarinnar niðurstaðan – sem fer í súrsæta flokkinn óneitanlega.

„Já fínn endir fyrir okkur – þetta var langsótt að þurfa að stóla á úrslit annarsstaðar. Sumarið í heild sinni bara geggjað og fannst mér við bara vera frábærir“

„Stebbi (innsk: Stefán Gíslason) náttúrulega byrjar þetta með okkur og fer þarna um mitt sumar og við græddum alveg svakalega á því að hafa eytt vetrinum og fyrri part sumars með honum og héldu í raun bara þeirri vinnu áfram sem hafði verið í gangi og þetta fór svona að tikka hjá okkur“

„Við náðum svona takt í okkar leik aðeins of seint í mótinu en seinni umferðin frábært og heilt yfir frábært sumar“.

Leiknismenn enda grátlega nálægt því að komast upp eftir frábæra seinni umferð. Vissir prófsteinar féllu ekki með liðinu þar sem liðið hefði getað komið sér betur upp í þessa toppbaráttu. Var eitthvað sérstakt í baksýnisspeglinu sem Sigurður Heiðar horfir til nú þegar tímabilinu er lokið?

“Já já alveg slatti – maður er náttúrulega búinn að vera að velta þessu fyrir sér, mörgum stigum sem fóru en maður verður bara geðveikur af því“.

Nánar er rætt við Sigurður Heiðar og hægt er að nálgast það allt saman í spilaranum hér að ofan
Athugasemdir
banner