Liverpool ætlar að fá þrjá - Chelsea vill Rogers - Ancelotti að taka við Brasilíu
Nik: Hún hefði í raun ekki átt að spila neitt en hefur gert frábærlega
Óskar Smári eftir 7-1 tap: Furðulegt en satt þá líður mér bara vel
Bjarni Mark: Ég er bara svona kartafla
Túfa um gagnrýni á Val: Ég skil ekkert í þessari umræðu
Viktor Freyr um markmannsmálin: Þetta kom alveg á óvart
Magnús Már: Vantaði meiri áræðni í teignum og meiri grimmd
Rúnar: Náðum aðeins að hrista upp í þeim og hræða þá
Sölvi Geir: Okkur fannst dómgæslan halla gegn okkur
Bjarki Björn: Lítið annað í stöðunni en að smella honum í fjær
Láki: Sagði mér að drulla mér bara í burtu
Jökull: Raunveruleikinn er sá að við áttum ekkert skilið
Luke Rae: Það halda allir að ég sé vélmenni
Jón Þór: Niðurstaðan er bara hræðileg
Óskar Hrafn eftir fimm marka sigur: Við eigum töluvert inni
Heimir Guðjóns: Þýðir ekki að mæta hingað og vera pínulitlir
Aron Sig: Nýt þess að spila og bara geggjað að vera kominn aftur
Haddi: Erum gott lið sem mun vaxa inn í mótið
Jóhann Kristinn: Ætli við höfum ekki skorað megnið af þessum mörkum sjálf
Fanndís: Þessi leikur var spilaður fyrir Ásgerði Stefaníu Baldursdóttur
Hallgrímur Mar: Djöfull var hann mikilvægur
   lau 21. september 2019 17:31
Sævar Ólafsson
Sigurður Heiðar: Heilt yfir frábært sumar
3 sæti Inkasso deildarinnar var lendingin hjá Leikni í ár
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Leiknismenn kláruðu Inkasso tímabilið 2019 á nokkuð sæt-bitran hátt. Fyrir það fyrsta kláraði liðið síðasta leik liðsins á lokamínútunum og með því lokaði liðið mótinu með 11 leikja taplausri hrinu sem verður að flokkast sem sætt. En á móti reyndust úrslit síðustu umferðarinnar liðinu óhagstæð svo Grótta og Fjölnismenn kveðja Inkasso deildina þrátt fyrir að 40 stig hafa safnast og 3.sæti deildarinnar niðurstaðan – sem fer í súrsæta flokkinn óneitanlega.

„Já fínn endir fyrir okkur – þetta var langsótt að þurfa að stóla á úrslit annarsstaðar. Sumarið í heild sinni bara geggjað og fannst mér við bara vera frábærir“

„Stebbi (innsk: Stefán Gíslason) náttúrulega byrjar þetta með okkur og fer þarna um mitt sumar og við græddum alveg svakalega á því að hafa eytt vetrinum og fyrri part sumars með honum og héldu í raun bara þeirri vinnu áfram sem hafði verið í gangi og þetta fór svona að tikka hjá okkur“

„Við náðum svona takt í okkar leik aðeins of seint í mótinu en seinni umferðin frábært og heilt yfir frábært sumar“.

Leiknismenn enda grátlega nálægt því að komast upp eftir frábæra seinni umferð. Vissir prófsteinar féllu ekki með liðinu þar sem liðið hefði getað komið sér betur upp í þessa toppbaráttu. Var eitthvað sérstakt í baksýnisspeglinu sem Sigurður Heiðar horfir til nú þegar tímabilinu er lokið?

“Já já alveg slatti – maður er náttúrulega búinn að vera að velta þessu fyrir sér, mörgum stigum sem fóru en maður verður bara geðveikur af því“.

Nánar er rætt við Sigurður Heiðar og hægt er að nálgast það allt saman í spilaranum hér að ofan
Athugasemdir
banner
banner