Mainoo opinn fyrir Napoli - Tekur Gerrard við Boro? - Forest vill 120 milljónir punda - Kröfur Vinicius gætu ýtt honum í burtu
Guðlaugur Victor: Megum alls ekki halda að þetta verði auðvelt
Agla María: Höfum tækifæri til þess að skrifa söguna hjá Breiðabliki
Nik: Viljum góðan leik, góða mætingu og úrslit sem setja okkur í góða stöðu fyrir seinni leikinn
Davíð Smári: Hrós fyrir mig og félagið að Eiður vilji taka þátt í þessu verkefni
Vildi vinna áfram með Davíð - „Ekkert heillaði mig jafn mikið"
Sjáðu það helsta úr spænska: Þrenna Lewandowski bjargaði Barcelona
Sjáðu það helsta úr ítalska: Albert skoraði og De Gea með furðulega tilburði
Sverrir Ingi lærir af Rafa Benítez: Maður spilar ekki endalaust
Andri Lucas: Við erum að verða mjög gott lið
Alli Jói: Ég lít á þetta sem skref upp á við
Jói Berg var ekki sáttur með ákvörðun Arnars: Gríðarlega svekkjandi
Davíð Snorri: Kjarninn góður en þó öflugir leikmenn utan hópsins
Lárus Orri hæstánægður: Hann er ekkert að koma heim til þess að slaka á
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
   lau 21. september 2019 17:31
Sævar Ólafsson
Sigurður Heiðar: Heilt yfir frábært sumar
3 sæti Inkasso deildarinnar var lendingin hjá Leikni í ár
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Leiknismenn kláruðu Inkasso tímabilið 2019 á nokkuð sæt-bitran hátt. Fyrir það fyrsta kláraði liðið síðasta leik liðsins á lokamínútunum og með því lokaði liðið mótinu með 11 leikja taplausri hrinu sem verður að flokkast sem sætt. En á móti reyndust úrslit síðustu umferðarinnar liðinu óhagstæð svo Grótta og Fjölnismenn kveðja Inkasso deildina þrátt fyrir að 40 stig hafa safnast og 3.sæti deildarinnar niðurstaðan – sem fer í súrsæta flokkinn óneitanlega.

„Já fínn endir fyrir okkur – þetta var langsótt að þurfa að stóla á úrslit annarsstaðar. Sumarið í heild sinni bara geggjað og fannst mér við bara vera frábærir“

„Stebbi (innsk: Stefán Gíslason) náttúrulega byrjar þetta með okkur og fer þarna um mitt sumar og við græddum alveg svakalega á því að hafa eytt vetrinum og fyrri part sumars með honum og héldu í raun bara þeirri vinnu áfram sem hafði verið í gangi og þetta fór svona að tikka hjá okkur“

„Við náðum svona takt í okkar leik aðeins of seint í mótinu en seinni umferðin frábært og heilt yfir frábært sumar“.

Leiknismenn enda grátlega nálægt því að komast upp eftir frábæra seinni umferð. Vissir prófsteinar féllu ekki með liðinu þar sem liðið hefði getað komið sér betur upp í þessa toppbaráttu. Var eitthvað sérstakt í baksýnisspeglinu sem Sigurður Heiðar horfir til nú þegar tímabilinu er lokið?

“Já já alveg slatti – maður er náttúrulega búinn að vera að velta þessu fyrir sér, mörgum stigum sem fóru en maður verður bara geðveikur af því“.

Nánar er rætt við Sigurður Heiðar og hægt er að nálgast það allt saman í spilaranum hér að ofan
Athugasemdir
banner
banner