Napoli reynir aftur við Garnacho - Arsenal ekki að ná að semja við Sporting um Gyökeres - Kudus í læknisskoðun hjá Spurs
   mán 21. september 2020 22:26
Brynjar Ingi Erluson
Einkunnir úr leik Wolves og Man City: De Bruyne bestur
Manchester City vann Wolves 3-1 í ensku úrvalsdeildinni í kvöld en Kevin De Bruyne var besti maður vallarins samkvæmt einkunnagjöf Mirror.

De Bruyne skoraði úr vítaspyrnu sem hann fiskaði og átti þátt í öðru markinu sem Phil Foden skoraði. Hann lagði svo upp þriðja markið sem Gabriel Jesus skoraði.

Marcal spilaði aðeins tíu mínútur með Wolves og fær aðeins 4 fyrir sína frammistöðu en hægt er að sjá einkunnir leikmanna hér fyrir neðan.

Wolves: Patricio (7), Boly (6), Coady (6), Saiss (5), Traore (6), Neves (6), Moutinho (5), Marcal (4), Podence (7), Neto (6), Jimenez (6).

Man City: Ederson (6), Walker (7), Stones (7), Aké (7), Mendy (7), Fernandinho (7), Rodri (7), Foden (8), De Bruyne (9), Sterling (8), Jesus (7)
Athugasemdir
banner
banner
banner