Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City á Englandi, var ánægður með 3-1 á sigurinn á Wolves í kvöld en þetta var fyrsti leikur City á tímabilinu.
Kevin De Bruyne kom City yfir með marki úr vítaspyrnu áður en hinn umtalaði Phil Foden bætti við öðru eftir sendingu frá Raheem Sterling. Raul Jimenez minnkaði muninn en Gabriel Jesus gulltryggði sigurinn undir lokin.
„Þetta var góð frammistaða og við vitum hversu erfitt þetta er en leikurinn var góður. Við þurfum alltaf að reyna að byrja með miklum hraða. Stundum er byrjunin góð og stundum þurfum við tíma til að koma okkur fyrir," sagði Guardiola.
„Markið og svo hvernig seinni hálfleikurinn var og þá var Phil Foden magnaður. Við erum þreyttir í löppunum en við gerðum mjög vel," sagði hann ennfremur.
Athugasemdir