Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 21. september 2020 09:30
Magnús Már Einarsson
Guð hjálpi hinum liðunum þegar að kynþokkafulli Samgönguráðherrann kemst á skrið
Mynd: Getty Images
Thiago Alcantara þreytti frumraun sína með Liverpool í ensku úrvalsdeildinni í gærkvöldi þegar að Englandsmeistararnir lögðu Chelsea, 2-0, á Stamford Bridge.

Staðan var markalaus í hálfleik en rétt fyrir lok fyrri hálfleiks lét Anders Christensen, miðvörður Chelsea, reka sig út af og létk Chelsea því manni færra í seinni hálfleik.

Jürgen Klopp beið ekki boðanna og skipti Thiago inn á fyrir Jordan Henderson og var Spánverjinn, sem fékk viðurefnið Samgönguráðherrann, fljótur að koma sér inn í leikinn.

„Hann er æðislegur. Það er æðislegt að fá þennan leikmann í ensku úrvalsdeildina og hvað þá í þetta gæðalið Liverpool. Guð hjálpi hinum liðunum þegar að hann kemst á skrið," segir Margrét Lára Viðarsdóttir, sérfræðingur Vallarins á Síminn Sports, en farið var yfir leikinn í þætti gærkvöldsins.

Thiago var mikið í boltanum og náði á endanum 93 snertingum á boltann og 82 sendingum þrátt fyrir að spila aðeins seinni hálfleikinn. Hvers vegna er það svona merkilegt?

„Þetta var næst hæsta sendingahlutfallið í leiknum á eftir Fabinho. Það að ná 82 sendingum á 45 mínútum, þar af langflestum fram á við, er magnað," segir Freyr Alexandersson, aðstoðarlandsliðsþjálfari Íslands, sem sat á móti Margréti Láru í Vellinum í gærkvöldi.

„Sendingarnar hans voru ekki allar flóknar en hann reyndi samt þrjár sendingar sem ég man eftir sem misheppnuðust bara vegna þess að liðsfélagar hans eiga eftir að átta sig á því að hann getur gefið sendingar sem aðrir geta ekki. Þetta er nefnilega listamaður og það er enginn knattspyrnumaður í heiminum jafn kynþokkafullur með boltann og Thiago," segir Freyr Alexandersson.

Umræðuna um rauða spjaldið og frammistöðu Thiago má sjá hér að neðan.



Athugasemdir
banner
banner
banner
banner