Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   þri 21. september 2021 14:45
Elvar Geir Magnússon
Bestur í 21. umferð - Hefur haldið bátnum á floti
Ingvar Jónsson (Víkingur)
Ingvar er leikmaður umferðarinnar.
Ingvar er leikmaður umferðarinnar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ingvar í leiknum gegn KR.
Ingvar í leiknum gegn KR.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Markvörðurinn Ingvar Jónsson var valinn leikmaður tímabilsins 2014 þegar Stjarnan varð Íslandsmeistari. Hann hefur nú hjálpað Víkingum að komast á topp Pepsi Max-deildarinnar þegar aðeins ein umferð er eftir.

Í nýjasta Innkastinu var talað um að Ingvar væri í svipuðum ham núna og þegar hann hjálpaði Stjörnunni að taka titilinn 2014.

Ingvar hefur verið valinn leikmaður 21. umferðar en hann reyndist hetjan á ögurstundu þegar hann varði vítaspyrnu í uppbótartíma í 2-1 sigri Víkinga gegn KR á Meistaravöllum.

„Ein af sögulínum sumarsins er þessi innkoma skástrik endurkoma Ingvars Jónssonar. Frá dýpsta brunni heljar nánast og aftur í umræðuna sem besti markvörður Pepsi Max-deildarinnar. Hann á risastóran þátt í því að Víkingur hélt dampi, og varð í raun betra lið, eftir að hann kom aftur inn," segir Tómas Þór Þórðarson um Ingvar.

„Það vita allir að heimkoman í fyrra var ekkert sérstök. Við erum að tala um mann sem vann Íslandsmótið fyrir Stjörnuna og var í hóp á EM. Pressan var því mikil að koma og leysa af Dodda sem var nýbúinn að tryggja Víkingum bikarmeistaratitilinn. Svo þegar hann ætlar sér að rétta sinn hlut meiðist hann og Doddi spilar eins og enginn sé morgundagurinn."

„Ingvar verður að fá gríðarlegt hrós fyrir það, að halda haus og vera meira en klár þegar kallið kom. Þetta er alvöru karakter sem er búinn að halda Víkingsliðinu nokkrum sinnum á floti þegar stutt hefur verið í að báturinn sökkvi eins og í Hafnarfirði á dögunum og í bikarleiknum í Árbænum."

Leikmenn umferðarinnar:
20. umferð: Árni Vilhjálmsson (Breiðablik)
19. umferð: Björn Berg Bryde (Stjarnan)
18. umferð: Sölvi Geir Ottesen (Víkingur)
17. umferð: Kristall Máni Ingason (Víkingur)
16. umferð: Manga Escobar (Leiknir)
15. umferð: Jason Daði Svanþórsson (Breiðablik)
14. umferð: Sindri Kristinn Ólafsson (Keflavík)
13. umferð: Sindri Snær Magnússon (ÍA)
12. umferð: Birkir Heimisson (Valur)
11. umferð: Beitir Ólafsson (KR)
10. umferð: Andri Yeoman (Breiðablik)
9. umferð: Hannes Þór Halldórsson (Valur)
8. umferð: Nikolaj Hansen (Víkingur)
7. umferð: Kristinn Steindórsson (Breiðablik)
6. umferð: Árni Elvar Árnason (Leiknir)
5. umferð: Orri Hrafn Kjartansson (Fylkir)
4. umferð: Ágúst Eðvald Hlynsson (FH)
3. umferð: Thomas Mikkelsen (Breiðablik)
2. umferð: Hallgrímur Mar Steingrímsson (KA)
1. umferð: Sölvi Geir Ottesen (Víkingur)
Innkastið - Lokasprettur sem er bannaður börnum
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner