Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mán 13. september 2021 22:40
Fótbolti.net
Bestur í 20. umferð - Geggjað kvöld undir ljósunum
Árni Vilhjálmsson (Breiðablik)
Árni Vilhjálmsson er leikmaður umferðarinnar.
Árni Vilhjálmsson er leikmaður umferðarinnar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Árni var öflugur í leiknum gegn Val.
Árni var öflugur í leiknum gegn Val.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sóknarmaðurinn Árni Vilhjálmsson er leikmaður 20. umferðar í Pepsi Max-deildinni en Árni var valinn maður leiksins þegar Breiðablik skellti Íslandsmeisturum Vals undir flóðljósum Kópavogsvallar á laugardagskvöld.

Blikar eru í bílstjórasætinu í baráttunni við Víking um Íslandsmeistaratitilinn, þeir hafa tveggja stiga forystu þegar tvær umferðir eru eftir.

„Stáltaugar á punktinum á 60. mínútu og svo frábær afgreiðsla í þriðja markinu. Hann verður lykill í þeim árangri sem Blikar ná. Geislar af sjálfstrausti," skrifaði Magnús Þór Jónsson um Árna í skýrslunni um leikinn.

Magnús ræddi svo við Árna eftir leikinn. Blikar hafa leikið 28 leiki í sumar þegar allt er talið en það virðist næg orka í liðinu?

„Þegar gengur svona vel þá þreytist maður ekki, eina sem hefur verið þreytt er þriggja daga fríið sem við fengum um síðustu helgi, það var hundleiðinlegt!" sagði Árni léttur.

Stuðningur úr stúkunni var býsna magnaður á Kópavogsvellinum.

„Geggjað. Vá hvað þeir voru flottir, það sem maður var að bíða eftir. Under the lights og allt, þetta var geggjað."

Árni segir að ákveðið sigurhugarfar sé komið í Breiðabliksliðið en hægt er að horfa á viðtalið í sjónvarpinu hér að ofan.

Leikmenn umferðarinnar:
19. umferð: Björn Berg Bryde (Stjarnan)
18. umferð: Sölvi Geir Ottesen (Víkingur)
17. umferð: Kristall Máni Ingason (Víkingur)
16. umferð: Manga Escobar (Leiknir)
15. umferð: Jason Daði Svanþórsson (Breiðablik)
14. umferð: Sindri Kristinn Ólafsson (Keflavík)
13. umferð: Sindri Snær Magnússon (ÍA)
12. umferð: Birkir Heimisson (Valur)
11. umferð: Beitir Ólafsson (KR)
10. umferð: Andri Yeoman (Breiðablik)
9. umferð: Hannes Þór Halldórsson (Valur)
8. umferð: Nikolaj Hansen (Víkingur)
7. umferð: Kristinn Steindórsson (Breiðablik)
6. umferð: Árni Elvar Árnason (Leiknir)
5. umferð: Orri Hrafn Kjartansson (Fylkir)
4. umferð: Ágúst Eðvald Hlynsson (FH)
3. umferð: Thomas Mikkelsen (Breiðablik)
2. umferð: Hallgrímur Mar Steingrímsson (KA)
1. umferð: Sölvi Geir Ottesen (Víkingur)
Árni: Það er komið sigurmentality í Breiðablik
Athugasemdir
banner
banner
banner