Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   þri 21. september 2021 13:50
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Heimild: Vísir 
Kaide Gordon gæti þreytt frumraun sína með Liverpool í kvöld
Gordon í leik með U23 liði Liverpool.
Gordon í leik með U23 liði Liverpool.
Mynd: Getty Images
Kaide Gordon gekk í raðir Liverpool í febrúar frá Derby og gæti hann spilað sinn fyrsta leik fyrir Liverpool þegar liðið mætir Norwich í deildabikarnum í kvöld.

Gordon er í leikmannahópnum fyrir leikinn sem er liður í 32-liða úrslitum keppninnar. Leikurinn hefst klukkan 18:45 og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.

Gordon verður sautján ára eftir tvær vikur en hann er kantmaður sem getur einnig spilað fyrir aftan framherjann. Hann á að baki þrjá leiki fyrir yngri landsliðs Englands.

Liverpool greiddi Derby eina milljón punda fyrir leikmanninn og getur kaupverðið hækkað upp í þrjár millljónir.

Aðstoðarmaður Jurgen Klopp, Pepijn Lijnders, tjáði sig sérstaklega um Gordon í viðtali sem birt var á the Guardian. Vísir vekur athygli á viðtalinu.

„Ég sá einn leikmann á æfingu með U23 liðinu í sumar sem var eins og raketta í hvert skipti sem hann snerti boltann. Hann fór framhjá leikmönnum eins og þær væru ekki þar. Ég hringdi strax í Jürgen og sagði: 'Vá, við erum komnir með nýjan leikmann'," sagði Lijnders.

Hann er dæmigerður Liverpool vængmaður að mínu mati því hann er markaskorari og hann hefur hraða. Við erum virkilega hrifnir af honum og ég er mjög ánægður að hann sé með okkur,“ sagði Lijnders.
Athugasemdir
banner
banner
banner