Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   þri 21. september 2021 23:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Lögmaður Kolbeins krafðist þess að ákvörðunin yrði afturkölluð
Kolbeinn Sigþórsson.
Kolbeinn Sigþórsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
KSÍ birti í dag fundargerðir frá síðustu fundum stjórnar, þar sem mikið gekk á.

Það gekk mikið á innan sambandsins um síðustu mánaðarmót. Guðni Bergsson, sem var þá formaður, sagði af sér og öll stjórnin gerði slíkt hið sama í kjölfarið á því að KSÍ var sakað um þögg­un og meðvirkni með gerend­um inn­an sam­bands­ins í ofbeldismálum.

Sóknarmaðurinn Kolbeinn Sigþórsson var tekinn úr landsliðshópnum fyrir síðasta verkefni af stjórn KSÍ eftir að tvær konur stigu fram og sögðu frá ofbeldi af hans hálfu. Kolbeinn sagðist ekki hafa kannast við að hafa beitt þær ofbeldi eða áreitt en sagðist samt taka harða afstöðu gegn ofbeldi.

Í fundargerð frá KSÍ 9. september kemur fram að lögmaður leikmanns sem var vísað úr hópnum hefði farið fram á að KSÍ myndi endurskoða afstöðu sína.

„Lagt var fram erindi lögmanns fyrir hönd skjólstæðings síns þar sem krafist var að stjórn afturkallaði ákvörðun sína frá dags. 29. ágúst 2021 um að draga skjólstæðing hans úr landsliði. Á fundinn mætti utanaðkomandi lögmaður sem fór yfir drög að svarbréfi. Stjórn KSÍ gaf 1. varaformanni umboð til að ganga frá endanlegu orðalagi svarbréfs fyrir hönd stjórnar með lögmanni KSÍ," segir í fundagerðinni.

Landsliðshópur A landsliðs karla fyrir októberverkefnin verður tilkynntur 30. september og verður áhugavert að sjá hvernig sá hópur verður.
Athugasemdir
banner