Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   þri 21. september 2021 15:25
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„Þetta sturlaða mark Atla týndist í látunum"
Atli var eðlilega sáttur með markið
Atli var eðlilega sáttur með markið
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Leikir umferðarinnar í Pepsi Max-deildinni voru til umræðu í Innkastinu. Þeir Elvar Geir Magnússon, Ingólfur Sigurðsson og Sverrir Mar Smárason ræddu málin.

Breiðablik tapaði óvænt gegn FH á sunnudag og Víkingur lagði KR eftir ótrúlega dramatískar lokamínútur. Það sem gleymist aðeins í þeim leik er stórkostlegt jöfnunarmark Atla Barkarsonar fyrir Víking. Kjartan Henry Finnbogason kom KR yfir á 9. mínútu en Atli jafnaði á 16. mínútu.

Lestu um leikinn: KR 1 -  2 Víkingur R.

„VÁ ATLI!!! Stefán missir boltann illa á miðjunni, Viktor kemur honum á Pablo sem sækir að vörninni og leggur inn í teiginn þar sem Atli kemur á ferðinni og klínir í slána inn á nærhorn Beitis. Svakalegt mark og vá hvað þessi leikur er að gera sig," skrifaði Magnús Þór Jónsson í textalýsingu frá leiknum.

„Kjartan Henry skorar eftir níu mínútna leik og þá hugsa maður að bikarinn yrði grænn í ár. En svo kemur þetta jöfnunarmark, og einhvern veginn í allri umræðunni sem hefur verið í gangi, þá hefur þetta sturlaða mark sem Atli Barkarson skoraði, einhvern veginn týnst í látunum," sagði Elvar.

„Það hefur gert það og mér finnst þetta lýsa Víkings Reykjavíkur liðinu sem heild í ár. Allt í einu, þegar þeim gengur illa að skora og sækja einhver almennileg færi, þá kemur svona mark frá Atla Barkarsyni, vinstri bakverði. Mér finnst þetta lýsa þeirra meðbyr og hvað þeir trúa mikið á að þeir séu bestir," sagði Sverrir.

„Atli er leikmaður sem hefur verið gríðarlega vaxandi, mögulega atvinnumanna 'potential'," sagði Elvar.

„Já, hann var úti og hann er með góðan grunn, tæknilega mjög góður. Hann er með hæðina með sér, snöggur og mjög 'fit'. Hann var þolinmóður í fyrra, hefur unnið sig vel inn í hlutina hjá Víkingi og skoraði frábært mark," sagði Ingólfur.

„KR markið hjá Kjartani Henry var ekkert síðra, geggjuð fyrirgjöf og hörkuskalli. Bæði mörkin í fyrri hálfleik voru frábær," bætti Ingólfur við.

Innkastið má nálgast hér að neðan og markið hans Atla má sjá í spilaranum eftir u.þ.b. eina mínútu af myndskeiðinu.




Innkastið - Lokasprettur sem er bannaður börnum
Athugasemdir
banner
banner
banner