Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 21. september 2021 19:47
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
U15 landsliðið tapaði naumlega í markaleik
Elvar Máni Guðmundsson, leikmaður KA, var fyrirliði Íslands í dag.
Elvar Máni Guðmundsson, leikmaður KA, var fyrirliði Íslands í dag.
Mynd: KA
U15 landslið karla tapaði 3-4 gegn Finnlandi í fyrri vináttuleik þjóðanna í dag, en leikið var í Finnlandi.

Staðan var 3-1 í hálfleik fyrir Finnum, en Stígur Diljan Þórðarson skoraði mark Íslands.

Strákarnir komu sterkari út í síðari hálfleikinn og skoruðu tvö mörk gegn einu marki Finna. Kristján Sindri Kristjánsson og Elmar Freyr Hauksson skoruðu mörkin; lokatölur 3-4.

Liðin mætast öðru sinni á fimmtudag og hefst sá leikur kl. 10:00 að íslenskum tíma.

Byrjunarlið Íslands:
Ívar Arnbro Þórhallsson (M)
Sindri Sigurjónsson
Andri Steinn Ingvarsson
Dagur Jósefsson
Þorri Steinn Þorbjörnsson
Oli Melander
Elvar Máni Guðmundsson (F)
Sturla Sagatun Kristjánsson
Elvar Örn Petersen Guðmundsson
Nökkvi Hjörvarsson
Stígur Diljan Þórðarson
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner