Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   þri 21. september 2021 13:20
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
U19 hélt sæti sínu í A-deild með sigri í lokaleik
Freyja Karín skoraði seinna mark Íslands í dag.
Freyja Karín skoraði seinna mark Íslands í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hildigunnur Ýr skoraði fyrra markið.
Hildigunnur Ýr skoraði fyrra markið.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ísland 2 -0 Serbía
1-0 Hildigunnur Ýr Benediktsdóttir
2-0 Freyja Karín Þorvarðardóttir

U19 ára landslið kvenna vann úrslitaleik við Serbíu í dag um hvort liðið héldi sæti sínu í A-deild undankeppninnar fyir EM á næsta ári. Ljóst var fyrir leikinn að íslenska liðinu dyggði jafntefli en tap myndi fella liðið niður í B-deildina. Ísland endaði með sigrinum í þriðja sæti í sínum fjögurra liða riðli.

Hildigunnur Ýr Benediktsdóttir, leikmaður Stjörnunnar, kom Íslandi yfir á 64. mínútu og Freyja Karín Þorvarardóttir, leikmaður Fjarðab/Hattar/Leiknis, innsiglaði sigurinn á fyrstu mínútu uppbótartíma. Freyja hafði komið inn á sem varamaður tíu mínútum áður. Samkvæmt upplýsingum Flashscore lagði Ólöf Sigríður upp fyrra markið og Berglind Þrastardóttir seinna markið.

Ísland fer nú áfram á næsta stig undankeppninnar og liðin sem vinna sína riðla í 2. umferð undankeppninnar fara áfram í lokakeppnina sem fram fer í Tékklandi næsta sumar.

Dregið verður í næstu umferð í lok ársins, en upplýsingar um dagsetningu verða gefnar út á miðlum KSÍ þegar hún liggur fyrir.

Byrjunarlið Íslands í leiknum:
Aldís Guðlaugsdóttir (M)
Ragna Sara Magnúsdóttir (Birna Kristín Björnsdóttir '68)
Áslaug Dóra Sigurbjörnsdóttir (F)
Mikaela Nótt Pétursdóttir
Sædís Rún Heiðarsdóttir
Hildur Lilja Ágústsdóttir (María Catharina Ólafsd. Gros '68)
Dagný Rún Pétursdóttir
Írena Héðinsdóttir Gonzalez (Þóra Björg Stefánsdóttir '89)
Andrea Rut Bjarnadóttir
Hildigunnur Ýr Benediktsdóttir (Berglind Þrastardóttir '89)
Ólöf Sigríður Kristinsdóttir (Freyja Karín Þorvarðardóttir '81)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner