Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   þri 21. september 2021 14:20
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„Verðum að þora vera með boltann, þora að vera við sjálfar á vellinum"
Icelandair
Myndir af landsliðsæfingu í gær.
Myndir af landsliðsæfingu í gær.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Leikur Íslands og Hollands fer fram á Laugardalsvelli klukkan 18:45 í kvöld. Um er að ræða fyrsta leik Þorsteins Halldórssonar með liðið í keppnisleik en hann tók við liðinu snemma á árinu.

Undankeppnin fyrir HM 2023 hefst hjá Íslandi í dag en Ísland sat hjá á fyrsta leikdegi riðilsins. Fimm lið eru í riðlinum en ásamt Íslandi og Hollandi er Hvíta-Rússland, Kýpur og Tékkland. Þorsteinn Halldórsson sat fyrir svörum á fréttamannafundi í gær.

Mark Parsons var að stýra hollenska liðinu í fyrsta sinn gegn Tékklandi á föstudag. Mark er þjálfari Portland í Bandaríkjunum.

Voru einhverjar sjáanlegar breytingar á hollenska liðinu miðað við liðinu undir stjórn þjálfarans sem var á undan?

„Það voru engar sjáanlegar breytingar á liðinu og þetta var í raun bara alveg eins og liðið er búið að vera spila undanfarin ár."

Hvernig fariði inn í þennan leik við Holland eftir þetta jafntefli Hollands og Tékklands?

„Úrslitin voru eins og þau voru. Við erum með okkar plan og við spilum til sigurs. Það hefur ekkert breyst. Úrslitin hafa engin áhrif á hvernig við lítum á okkar verkefni. Við vissum að Tékkarnir væru með gott lið, held ég hæst'rankaðar' í 3. styrkleikaflokki. Í sjálfu sér kom það ekkert það mikið á óvart en Hollendingarnir áttu alveg tækifæri til að skora fleiri mörk í þessum leik."

Þjálfari Hollands talaði um að leikurinn gegn Tékklandi hafi verið lokaður. Má búast við opnari leik á morgun?

„Ég ætla bara að vona að leikurinn á morgun verði lokaður og við vinnum 1-0," sagði Steini léttur. „Tékkarnir fóru kannski tvisvar yfir miðju eftir að þær skoruðu á annarri mínútu í seinni hálfleik."

„Vonandi verður leikurinn opinn á þeirra enda, við náum að loka á þær. Við viljum loka á þeirra aðgerðir og opna þær. Ég opnast eftir opnum leik að því leytinu til. Þær eru sóknarlið en eiga það til að vera veikar varnarlega og það er eitthvað sem við eig­um að geta nýtt okkur."

„Markmiðið er að loka á þær sóknarlega og refsa þeim svo en til þess þurfum við auðvitað að þora halda boltanum og vera hugrakkar. Þær hafa verið að fá mikið af mörkum á sig og ég er nokkuð sannfærður um, ef við gerum okkar, að við getum skorað á þær."


Hollendingar hafa spilað fleiri leiki en Ísland að undanförnu [spiluðu m.a. á Ólympíuleikunum]. Veitir það þeim forskot?

„Það ætti að hjálpa þér að vera spila leiki, það er ekkert hægt að fara í grafgötur með það. Við þjálfaraskipti, sem eiga sér stað fyrir síðasta leik, maður veit ekki hvernig áhrif það hefur. Mark fer í sama að mörgu leyti og forveri hans. Maður veltir því fyrir sér hvenær hann ætlar að koma með sitt inn í liðið. Maður er viðbúinn því að hann gæti alveg gert breytingar fyrir morgundaginn."

Er gott eða slæmt að spila gegn þeim í fyrsta leik eða hefðiru viljað bíða með það?

„Ég var að vona að þær yrðu Ólympíumeistarar og væru hátt uppi,“ sagði Þorsteinn á léttu nótunum.

„Þetta var ákveðið þegar þessu var raðað niður. Það þurfti að raða þessu einhvern veginn upp og þjóðirnar þurftu að koma sér saman um það. Þetta er öðruvísi en í karlaboltanum þar sem þessu er bara skellt fram og ákveðið. Þetta var niðurstaðan. Hinar þjóðirnar héldu greinilega að það væri betra að spila á Íslandi í lok október en september. Það er erfitt að segja til um það hvort það sé hagstæðara fyrir okkur."

Hverjir eru helstu veikleikar hollenska liðsins?

„Hollendingarnir eru sterkt lið og það hefur verið stígandi hjá þeim undanfarin ár. Styrkleiki liðsins liggur í því að vera með sterkt sóknarlið. Þær skora mikið af mörkum en ef við skoðum síðustu úrslit þá fá þær töluvert af mörkum á sig. Þær hafa verið að fá mörk á sig í flestöllum leikjum. Ef við náum góðum varnarleik á móti þeim, þorum að framkvæma hluti þá tel ég mjög líklegt að við munum skora mark á móti þeim."

Er eitthvað sem þið viljið sérstaklega stoppa í þeirra leik?

„Já, við höfum farið í gegnum áhersluatriði í þeirra leik sem við viljum stoppa, hindra að þær komist inn í ákveðin pláss og að ákveðnir leikmenn séu að fá boltann mikið á ákveðnum stöðnum. Við leggjum áherslu á að við þurfum að sækja, þú vinnur ekki bara fótboltaleiki á því að liggja bara til baka. Þú verður líka að þora að vera með boltann, þora að vera þú sjálfur inn á vellinum. Við eigum góðan séns ef allir leikmenn eru að spila á sínu besta."

Ef ég myndi bjóða þér eitt stig, myndiru taka það?

„Nei, ekki núna. En við sjáum til á morgun, hvernig þróast en ekki núna," sagði Steini að lokum.

Önnur svör Steina á fundinum:
„Ég hef ekki alveg jafnmiklar áhyggjur af veðrinu og þú"
Sandra æfði ekki í dag en spilar á morgun
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner