Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   mán 21. október 2019 20:54
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
England: Mousset skoraði eina markið í sigri á Arsenal
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Sheffield Utd 1 - 0 Arsenal
1-0 Lys Mousset ('30 )

Sheffield United tók á móti Arsenal í lokaleik níundu umferðar í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. Arsenal gat með sigri skotið sér upp í þriðja sæti deildarinnar. Liðin höfðu ekki mæst í úrvalsdeildinni síðan árið 2006 en Sheffield United komst upp úr Championship deildinni í vor.

Arsenal gerði tilkall til tveggja vítaspyrna í fyrri hálfleik. Bukayo Saka féll í teignum og mat Mike Dean það sem svo að Saka væri með leikaraskap og spjaldaði hann leikmanninn fyrir. Þá gerði Sokratis einnig tilkall til vítaspyrnu.

Um miðjan fyrri hálfleik fékk Nicolas Pepe dauðafæri eftir fyrirgjöf frá Sead Kolasinac. Mynd af því atviki má sjá hér að neðan.

Sjá einnig: Mynd: Ótrúlegt klúður Pepe í fyrri hálfleik

Það voru hins vegar heimamenn í Sheffield sem skoruðu fyrsta markið. Þar var á ferðinni Lys Mousset sem stýrði boltanum í netið eftir að Jack O'Connell hafði skallað boltann, eftir hornspyrnu Oliver Norwood, til Mousset.

Granit Xhaka átti svo hörkuskot að marki heimamanna undir lok fyrri hálfleiks en Dean Henderson varði vel.

Ekki nóg að vera meira með boltann

Arsenal reyndi allt hvað liðið gat til að tryggja að minnsta kosti stig í seinni hálfleik en Sheffield varðist gífurlega vel. Arsenal var m.a. 86% með boltann á tíu mínútna kafla undir lok seinni hálfleiks.

Arsenal tókst ekki að jafna og Chris Wilder og hans menn í Sheffield gátu fagnað í leikslok. Flottur sigur hjá heimamönnum sem eru komnir með tólf stig í deildinni.
Athugasemdir
banner
banner