Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mán 21. október 2019 13:34
Elvar Geir Magnússon
Mourinho orðaður við Real eftir tapið um helgina
Jose Mourinho.
Jose Mourinho.
Mynd: Getty Images
Real Madrid tapaði 1-0 fyrir nýliðum Real Mallorca um helgina og spænskir fjölmiðlar fylgja tapinu eftir með því að orða Jose Mourinho við stjórastól Madrídinga.

El Chiringuito segir að Florentino Perez, forseti Real Madrid, hafi þegar heyrt hljóðið í Mourinho.

Mourinho þjálfaði Real Madrid 2010-2013 og gerði þá að Spánarmeisturum 2012. Hann vann einnig spænska konungsbikarinn og ofurbikar Spánar.

Sagt er að hann og Perez hafi alltaf haldið góðu sambandi.

Real Madrid er í öðru sæti La Liga en þó hefur liðið fengið talsverða gagnrýni fyrir slaka frammistöðu á tímabilinu og það er pressa á Zinedine Zidane.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner