Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   mán 21. október 2019 13:30
Magnús Már Einarsson
Wimbledon sparkar stjóranum eftir brot á veðmálareglum
Mynd: Getty Images
AFC Wimbledon í ensku C-deildinni hefur rekið knattspyrnustjórann Wally Downes úr starfi.

Hinn 58 ára gamli Wally var í síðustu viku dæmdur í fjögurra vikna bann eftir brot á veðmálareglum enska knattspyrnusambandsins.

Samkvæmt reglum enska sambandsins mega fótboltamenn og stjórar ekki veðja á neina leiki.

Downes veðjaði á átta leiki á árunum 2013 til 2019 og var í kjölfarið dæmdur í bann.

Enska sambandið ákærði Downes í síðasta mánuði og Wimbledon setti hann þá í tímabundið leyfi. Hann hefur nú verið rekinn frá störfum.
Athugasemdir
banner