„Axel var stórkostlegur," sagði Ole Gunnar Solskjær, stjóri Manchester United, um varnarmanninn Axel Tuanzebe eftir 2-1 sigurinn gegn PSG í gær.
Hinn 22 ára gamli Tuanzebe spilaði sinn fyrsta leik síðan í desember í fyrra en hann hefur verið að glíma við meiðsli. Tuanzebe var maður leiksins í gær gegn Neymar, Kylian Mbappe og félögum.
Hinn 22 ára gamli Tuanzebe spilaði sinn fyrsta leik síðan í desember í fyrra en hann hefur verið að glíma við meiðsli. Tuanzebe var maður leiksins í gær gegn Neymar, Kylian Mbappe og félögum.
„Hann hefur verið frá síðan gegn Colchester, í 10 mánuði eða eitthvað? Að spila svona gegn Neymar og Mbappe, ég verð að viðurkenna að hann kom okkur nánast líka á óvart."
„Við vitum að hann er góður leikmaður en hann var stórkostlegur í kvöld (í gær)."
Tuanzebe gæti spilað meira á næstunni en Eric Bailly verður frá keppni næstu fjórar vikurnar auk þess sem Harry Maguire var ekki með í gær vegna meiðsla.
Athugasemdir