Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fim 21. nóvember 2019 05:55
Ívan Guðjón Baldursson
Ísland í dag - Stórleikur á Kópavogsvelli
Mynd: Eyþór Árnason
Það fara tveir leikir fram í Bose-móti karla í dag og verða þeir leiknir samtímis.

Breiðablik tekur á móti Val í stórleik á Kópavogsvelli á sama tíma og Víkingur R. fær Gróttu í heimsókn af Seltjarnarnesinu.

Blikar byrjuðu mótið á tapi gegn KA á meðan Valur fór af stað með sigri gegn Stjörnunni. Þetta verður því spennandi viðureign og sérstaklega mikilvæg fyrir Blika sem verða að sigra til að eiga möguleika á toppsætinu.

Í riðli 2 eigast svo Víkingur R. og Grótta við í Fossvoginum. Liðin eru stigalaus eftir fyrstu umferð, þar sem andstæðingarnir eru Íslandsmeistarar KR og FH.

Leikir dagsins:
17:00 Breiðablik - Valur (Kópavogsvöllur)
17:00 Víkingur – Grótta (Víkingsvöllur)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner