Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fim 21. nóvember 2019 19:39
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Katrín Ásbjörnsdóttir í KR (Staðfest)
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Katrín Ásbjörnsdóttir er genginn í raðir KR. Hún skrifar undir tveggja ára samning við félagið.

Katrín kemur til KR frá Stjörnunni, en hún lék ekkert í Pepsi Max-deildinni síðasta sumar eftir að hafa eignast barn í maí.

Katrín lék með Stjörnunni frá 2016 en hún skoraði til að mynda sex mörk í Pepsi-deildinni 2018 í 13 leikjum. Árið þar áður skoraði hún 13 mörk í 18 leikjum og sumarið 2016 skoraði hún níu mörk í 12 leikjum.

Þá hefur Katrín einnig leikið með Þór/KA, en hún er uppalin í KR þar sem hún lék fyrstu ár ferilsins.

Katrín á að baki 19 landsleiki og hefur skorað í þeim eitt mark.

KR, sem hafnaði í sjöunda sæti Pepsi Max-deildarinnar á síðustu leiktíð, hefur fengið til sín þrjá aðra fyrrum leikmenn Stjörnunnar frá því að síðasta tímabil kláraðist; Láru Kristín Pedersen, Ana Cate og Þórdísi Hrönn Sigfúsdóttir.

Komnar:
Lára Krisín Pedersen frá Þór/KA
Ana Victoria Cate frá HK/Víkingi
Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir frá Þór/KA
Katrín Ásbjörnsdóttir frá Stjörnunni

Farnar:
Ásdís Karen Halldórsdóttir í Val (Var á láni)


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner