Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   lau 21. nóvember 2020 15:28
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ítalía: Birkir fékk sitt fyrsta tækifæri á tímabilinu
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Landsliðsmaðurinn Birkir Bjarnason sneri aftur í lið Pescara í ítölsku B-deildinni í dag.

Það var Íslendingaslagur þegar Pescara tók á móti Venezia, og það var dramatík og skemmtilegheit í Brescia.

Brescia tók forystuna á 13. mínútu en Venezia jafnaði 20 mínútum síðar. Staðan var 1-1 í hálfleik, en eftir tíu mínútur í síðari hálfleik tóku gestirnir forystuna.

Birkir kom inn á þegar 70 mínútur voru búnar og Óttar Magnús Karlsson kom inn á fyrir Venezia á 77. mínútu. Í uppbótartímanum jafnaði varnarmaðurinn efnilegi, Andrea Papetti, muninn fyrir Brescia og lokatölur 2-2.

Þetta var fyrsti leikur tímabilsins hjá Birki sem virtist ekki vera inn í myndinni hjá Brescia fyrir ekki svo löngu síðan.

Hólmbert Aron Friðjónsson hefur verið að glíma við meiðsli og var ekki í hóp hjá Brescia. Bjarki Steinn Bjarkason var ekki í hóp hjá Venezia.

Brescia er í tíunda sæti deildarinnar með níu stig, og Venezia er í sjötta sæti með 14 stig.
Athugasemdir
banner
banner
banner