Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   sun 21. nóvember 2021 13:41
Brynjar Ingi Erluson
Enrique svarar: Er 1. apríl í dag?
Luis Enrique
Luis Enrique
Mynd: Getty Images
Luis Enrique, þjálfari spænska landsliðsins, gefur ekki mikið fyrir frétt Sky um að Cristiano Ronaldo vilji fá hann sem næsta stjóra Manchester United.

Ronaldo er sagður hafa mikinn áhuga á því að fá Enrique í stjórastólinn í stjórastólinn hjá United eftir að Ole Gunnar Solskjær var rekinn frá félaginu.

Enrique hefur verið að gera góða hluti með spænska landsliðið frá því hann tók við því árið 2019.

Hann er talinn einn af þeim sem United er að horfa til. Enrique var spurður út frétt Sky um að Ronaldo vildi fá hann til félagsins og var svarið han stutt og laggott.

„Er 1. apríl í dag?" sagði Enrique og spurði í viðtali við Josep Soldado Gomez hjá Deportes. Hann er sagður ánægður á Spáni og er ekki að hugsa um að taka við United.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner