Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   sun 21. nóvember 2021 22:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Spánn: Sociedad þarf að gera sér annað sætið að góðu
Adnan Januzaj og félagar náðu ekki að vinna sinn leik í kvöld.
Adnan Januzaj og félagar náðu ekki að vinna sinn leik í kvöld.
Mynd: EPA
Real Sociedad þarf að sætta sig við að enda helgina í öðru sæti spænsku úrvalsdeildarinnar eftir jafntefli við Valencia á heimavelli á þessu sunnudagskvöldi.

Sociedad hefur varið stórum hluta tímabilsins til þessa á toppnum, en liðið er núna í öðru sæti á eftir Real Madrid. Stórveldið frá höfuðborginni á þá leik til góða á Sociedad.

Sociedad var mikið með boltann í kvöld en náði ekki að skapa sér mörg færi í leik sem endaði markalaus. Valencia er í tíunda sæti La Liga.

Þá vann Betis frábæran útisigur gegn Elche, 0-3. Hector Bellerin, fyrrum leikmaður Arsenal, fékk að líta rautt spjald í leiknum en það kom ekki að sök fyrir Betis.

Betis er í fimmta sæti með 24 stig og Elche er í 18. sæti.

Real Sociedad 0 - 0 Valencia
Rautt spjald: Aritz Elustondo, Real Sociedad ('76)

Elche 0 - 3 Betis
0-1 Juanmi ('12 )
0-2 Willian Jose ('24 , víti)
0-3 Nabil Fekir ('27 )
Rautt spjald: Hector Bellerin, Betis ('67)

Önnur úrslit:
Spánn: Kroos lagði upp tvö gegn tíu mönnum Granada
Athugasemdir
banner
banner
banner