Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   sun 21. nóvember 2021 16:59
Brynjar Ingi Erluson
Þórdís skoraði í 18-0 sigri - Dagný hetjan í Lundúnarslag
Þórdís Hrönn skoraði fyrsta mark Apollon Limassol
Þórdís Hrönn skoraði fyrsta mark Apollon Limassol
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Dagný Brynjarsdóttir skoraði sigurmark West Ham
Dagný Brynjarsdóttir skoraði sigurmark West Ham
Mynd: Getty Images
Það var nóg um að vera hjá Íslendingunum í Evrópu fyrri part dagsins en Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir skoraði í 18-0 sigri kýpverska liðsins Apollon Limassol. Dagný Brynjarsdóttir gerði sigurmark West Ham í Lundúnarslag gegn Tottenham, 1-0.

Birkir Bjarnason, sem sló landsleikjametið á dögunum, kom af bekknum á 68. mínútu er Adana Demirspor vann Altay, 3-1. Aðeins mínútu síðar kom Mario Balotelli inná en þeir félagar eru nú í 10. sæti tyrknesku deildarinnar með 19 stig.

Stefán Teitur Þórðarson var í byrjunarliði Silkeborg sem gerði 1-1 jafntefli við Nordsjælland í dönsku úrvalsdeildinni. Stefán fór af velli þegar tíu mínútur voru eftir af leiknum. Silkeborg er í 5. sæti með 24 stig.

FCK og AGF gerðu 1-1 jafntefli. Mikael Neville Anderson og Jón Dagur Þorsteinsson voru báðir í byrjunarliði AGF en Jón Dagur fór af velli á 68. mínútu. Ísak Bergmann Jóhannesson og Hákon Arnar Haraldsson sátu báðir á tréverkinu hjá FCK. Jöfnunarmark AGF kom í uppbótartíma með marki úr vítaspyrnu frá Patrick Mortensen.

FCK er í öðru sæti með 30 stig en AGF í sjöunda sæti með 20 stig.

Freyr Alexandersson og lærisveinar hans í Lyngby unnu þá Vendsyssel FF 1-0 í dönsku B-deildinni. Sævar Atli Magnússon spilaði síðustu þrettán mínútur leiksins og hjálpaði liðinu að ná í stigin þrjú en Lyngby situr í 2. sæti deildarinnar með 32 stig.

Emil Hallfreðsson var á sínum stað í byrjunarliði Virtus Verona er það vann Mantova, 1-0, í ítölsku C-deildinni. Emil fór af velli undir lok leiks. Virtus er í 10. sæti í A-riðli með 17 stig. Liðið hefur aðeins tapað einum leik frá því Emil samdi við félagið.

Þórdís skoraði í 18-0 sigri - Dagný hetja West Ham

Glódís Perla Viggósdóttir lék allan leikinn fyrir Bayern München sem vann Carl-Zeiss Jena 3-0 í þýsku deildinni í dag. Karólína Lea Vilhjálmsdóttir var ekki með Bayern. Liðið er á toppnum með 21 stig.

Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir skoraði fyrsta mark fyrir Apollon Limassal í 18-0 sigri á Apollon Lympion. Hvorki meira né minna! Risasigur hjá Limassol. Þórdís spilaði fyrri hálfleikinn fyrir liðið sem er í öðru sæti kýpversku deildarinnar.

Dagný Brynjarsdóttir var þá hetja West Ham sem vann Tottenham Hotspur í Lundúnarslag, 1-0. Sigurmarkið gerði hún á 69. mínútu leiksins. West Ham er í 5. sæti með 12 stig eftir átta leiki.
Athugasemdir
banner
banner