mán 21. nóvember 2022 17:33
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Vanda brast í grát - Var tíu ára farin að berjast fyrir jafnrétti
Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður KSÍ.
Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður KSÍ.
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
Íslenska landsliðið fagnar marki.
Íslenska landsliðið fagnar marki.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður KSÍ, er þessa stundina stödd í Katar ásamt föruneyti frá íslenska fótboltasambandinu í boði FIFA. HM í Katar hófst í gær.

RÚV er líka á staðnum og Edda Sif Pálsdóttir tækifæri til að ræða við formanninn í Katar. Vanda hefur lítið gefið færi á sér í viðtöl undanfarnar vikur þótt mikil gagnrýni hafi verið á störf sambandsins.

Á meðal þess sem hefur verið gagnrýnt er að KSÍ hafi samþykkt að leika vináttulandsleik við þjóð eins og Sádí-Arabíu, og svo gagnrýndu landsliðskonur það að fá ekki eins viðurkenningar og leikmenn karlalandsliðsins fyrir störf sín.

Tilfinningarnar báru Vöndu ofurliði í viðtalinu og brast hún í grát þegar hún talaði um gagnrýni Dagnýjar Brynjarsdóttur og Margrétar Láru Viðarsdóttur frá því á dögunum en nánar er hægt að lesa um hana með því að smella hérna.

„Varðandi treyjumálið þá svaraði Klara því þetta er mál sem er á hennar borði. Á mánudagsmorgninum þegar þetta gerist þá er ég á fundi með menntamálaráðherra og er að ræða um einelti. Eitthvað sem skiptir okkur miklu máli í samfélaginu. Klara fer í viðtöl. Síðan er mér boðið á ráðstefnu á UEFA. Ég er að fljúga og er ekki með eitt einasta ósvarað símtal."

Vanda er fyrrum landsliðsþjálfari kvenna og hefur langi barist fyrir réttindum kvenna í fótbolta. Þegar hún var spurð að því hvort þetta hefði verið sérstaklega óþægilegt í ljósi þess að þarna voru fótboltakonur að gagnrýna, þá sagði hún:

„Þær voru ekki að gagnrýna mig. Ég er búin að tala við Dagný og Glódísi. Við höfum átt mjög gott samtal. Þessi tilfinning að finnast maður ekki eins mikilvægur, ég hef fengið hana oft. Þetta stakk mig því ég var tíu ára þegar ég byrjaði í jafnréttisbaráttunni. Þá var ég að berjast á Sauðárkróki því ég vildi vera í stuttbuxum eins og strákarnir."

Þegar hún var spurð í kjölfarið hvort gagnrýnin hefði haft mikil áhrif á hana þá þurfti að stoppa viðtalið en það var augljóst að hún hafði gert það.

Vanda var einnig spurð út í umræðuna í kringum leikinn gegn Sádí-Arabíu en það hefur verið mikið talað um það að þarna hafi við verið að taka þátt í hvítþvætti í gegnum íþróttir. Vanda segist ekki sjá eftir því að hafa tekið leikinn en hægt er að sjá grein RÚV með því að hérna.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner