Oblak orðaður við Man Utd - Ungur leikmaður Blackburn á blaði Everton og Man Utd - Liverpool hefur enn áhuga á Bruno
banner
   sun 06. nóvember 2022 22:50
Elvar Geir Magnússon
Margrét Lára tekur undir gagnrýni Dagnýjar - „Hef aldrei verið kvödd“
Icelandair
watermark Margrét Lára í sínum síðasta landsleik, 2019.
Margrét Lára í sínum síðasta landsleik, 2019.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Dagný Brynjarsdóttir, lykilmaður kvennalandsliðsins, gagnrýndi KSÍ á samfélagsmiðlum í kvöld og undir þá gagnrýni tekur fótboltagoðsögnin Margrét Lára Viðarsdóttir.

Dagný bendir á að hún og Glódós Perla Viggósdóttir hafi ekki fengið sérútbúna treyju eftir að hafa leikið 100 landsleiki, eins og Aron Einar Gunnarsson fékk í dag.

Margrét átti glæstan feril og lék með öllum landsliðum Íslands frá því hún var fjórtán ára gömul. Hún lék fyrir hönd Íslands í alls átján ár. Alls lék hún 124 leiki fyrir A-landsliðið, þann síðasta árið 2019.

Margrét skrifar á Facebook og bendir á það að hún hafi aldrei verið kvödd almennilega né fengið tækifæri til að þakka fyrir sig.

„Í ljósi umræðu um „litlu hlutina”. Ég spilaði minn síðasta landsleik 08.09.2019 eftir frekar farsælan landsliðsferil. Spilaði með öllum landsliðum Íslands frá 14 ára aldri, semsagt 18 ár!!!! Ég hef ALDREI verið kvödd né fengið tækifæri til að þakka stuðningsmönnum landsliðsins fyrir mig," skrifar Margrét bætir við kímin:

„Ætli sé verið að bíða eftir að ég taki fram skóna aftur??"

„Frábært að strákarnir fái sæmandi viðurkenningar, plís ekki hætta því gerum bara betur við ALLA!! Takk Dagný Brynjarsdóttir fyrir að vekja athygli á þessu. Það versta er að þetta á við um fleiri leikmenn bæði karla og konur sem eiga um eða yfir 100 landsleiki!! Momentið mitt er löngu farið en viljiði plís passa þetta í framtíðinni fyrir okkar glæsilega knattspyrnufólk"
Athugasemdir
banner
banner