Pep Guardiola, stjóri Manchester City, telur að þeir leikmenn sem voru að koma frá HM í Katar séu í betra standi en þeir sem tóku ekki þátt í mótinu.
City spilar sinn fyrsta keppnisleik í 41 dag á morgun þegar liðið mætir Liverpool í fjórðu umferð Carabao deildabikarsins.
City spilar sinn fyrsta keppnisleik í 41 dag á morgun þegar liðið mætir Liverpool í fjórðu umferð Carabao deildabikarsins.
Rodri, Aymeric Laporte, Nathan Ake og Manuel Akanji komu allir til æfinga fyrr í vikunni og þeir leikmenn sem voru í enska og portúgalska hópnum eru einnig mættir til baka.
Ilkay Gundogan og Kevin De Bruyne spiluðu í æfingaleik gegn Girona um síðustu helgi svo góðar líkur eru á að þeir spili á morgun. Sergio Gomez, Cole Palmer, Riyad Mahrez og Erling Haaland spiluðu allir en þeir voru ekki á HM.
Guardiola segir að þeir leikmenn sem voru ekki á HM séu smá ryðgaðir.
„Ég er með þá tilfinningu að leikmennirnir sem voru á HM séu í betra standi en leikmennirnir sem voru eftir hérna. Það vantar aðeins taktinn hjá þeim sem fóru ekki á mótið. Þeir sem voru á HM voru að keppa og æfa á fullu á hverjum degi en við hinir fórum í frí," segir Guardiola.
„Menn eru að snúa aftur hver á fætur öðrum. Í dag komu sex leikmenn til baka."
Athugasemdir