Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 22. janúar 2020 11:00
Magnús Már Einarsson
Ancelotti sagði leikmönnum frá ótrúlegu tapi gegn Liverpool
Carlo Ancelotti.
Carlo Ancelotti.
Mynd: Getty Images
Carlo Ancelotti, stjóri Everton, rifjaði upp ótrúlegan leik AC MIlan og Liverpool í úrslitum Meistaradeildarinnar 2005 þegar hann ræddi við leikmenn sína eftir 2-2 jafntefli Everton og Newcastle í gær.

Everton var 2-0 yfir gegn Newcastle í gær en gestirnir jöfnuðu með tveimur mörkum á síðustu tveimur mínútunum í viðbótartíma.

Ancelotti ræddi við leikmenn sína eftir leik og minnti þá á það þegar hann tapaði úrslitum Meistaradeildarinnar gegn Liverpool árið 2005 eftir að hafa verið 3-0 yfir í hálfleik.

„Það eru til ófyrirsjáanlegir hlutir í fótbolta. Fram að fyrsta markinu gat enginn hugsað til þess að þeir myndu jafna. Við spiluðum vel en við þurfum að taka þessum úrslitum því að stundum gerast hlutir í fótbolta sem þú getur ekki stjórnað," sagði Ancelotti.

„Auðvitað eru leikmennirnir mjög leiðir í augnablikinu en ég sagði þeim að ég hafi meiri reynslu en þetta og minnti þá áð ég tapaði úrslitum Meistaradeildarinnar eftir að hafa verið 3-0 yfir. Þetta getur gerst."
Athugasemdir
banner