Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mið 22. janúar 2020 15:13
Magnús Már Einarsson
Höskuldur í Breiðablik á ný (Staðfest)
Höskuldur Gunnlaugsson.
Höskuldur Gunnlaugsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Höskuldur Gunnlaugsson hefur gengið til liðs við uppeldisfélag sitt Breiðablik á nýjan leik en hann skrifaði undir þriggja ára samning við félagið.

Hinn 25 ára gamli Höskuldur kemur til Breiðabliks frá Halmstad í Svíþjóð. Halmstad keypti Höskuld í sínar raðir um mitt sumar 2017 en síðastliðið sumar lék hann á láni hjá Breiðabliki þar sem hann skoraði sjö mörk í 21 leik í Pepsi Max-deildinni.

„Við erum afskaplega ánægðir að fá Höskuld í okkar raðir. Hann hefur sýnt það að hann er algjör lykilmaður í liðinu, mikill karkater og frábært fordæmi fyrir yngri leikmennina," segir Óskar Hrafn Þorvaldsson þjálfari Breiðabliks á Blikar.is.

Höskuldur spilaði sinn fyrsta landsleik með íslenska landsliðinu á dögunum en hann var í ítarlegu viðtali í útvarpsþætti Fótbolta.net fyrr í mánuðinum. Þar tjáði hann sig meðal annars um Óskar Hrafn, þjálfara Breiðabliks.

„Hann og er Dóri eru súper metnaðarfullir. Það eru settar miklar kröfur og það er mjög gott, við höfum verið að æfa af krafti. Þetta er spennandi og ég held að þetta geti verið stórt," sagði Höskuldur.
Höskuldur um bróðurmissinn, Blika og landsliðið
Athugasemdir
banner
banner
banner