Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 22. janúar 2020 20:15
Aksentije Milisic
Owen um Kane: Ekki séns að hann verði klár í apríl
Mynd: Getty Images
Michael Owen, fyrrum leikmaður Liverpool og Man Utd, segir að hann hafi enga trú á því að Harry Kane snúi til baka á völlinn í apríl eins og Tottenham vonast eftir.

Kane meiddist aftan í læri á nýársdag og þurfti að fara í aðgerð vegna þess. Tottenham býst við því að hann verði aftur klár í slaginn í apríl en Owen segir að það sé ekki möguleiki.

Owen átti við mikil meiðsli að stríða aftan í læri á sínum ferli og því þekkir hann eitt og annað í þessum málum.

„Ég hef áhyggjur af Kane, sérstaklega ef ég ber mín meiðsli saman við hans. Ég las að hann reif lærisvöðvann við sinina. Það er nákvæmlega það sem kom fyrir mig. Ef það er tilfellið, þá er ekki séns að hann verði tilbúinn í apríl," sagði Owen.

„Ef þetta eru sömu meiðsli sem hann hlaut og það sem ég las um, þá þarf Kane kraftaverk til þess að vera tilbúinn á þessum tíma þegar Tottenham býst við honum."

Ef rétt reynist hjá Owen og Kane verður frá lengur en apríl, þá hefur verið rætt um og fólk haft áhyggjur varðandi það í hvernig formi Kane verður þegar Evrópumótið hefst næsta sumar.
Athugasemdir
banner
banner