Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   sun 22. janúar 2023 20:02
Brynjar Ingi Erluson
Arteta í skýjunum með frammistöðuna - „Gerist ekki betra"
Mikel Arteta
Mikel Arteta
Mynd: EPA
Mynd: Getty Images
Mikel Arteta, stjóri Arsenal, var í skýjunum með frammistöðu liðsins í 3-2 sigrinum á Manchester United á heimavelli liðsins, Emirates, í ensku úrvalsdeildinni í kvöld.

Arsenal er nú með fimm stiga forystu og þá komið með ellefu stiga forystu á United sem var að gera sig líklegt til að vera með í toppbaráttunni.

„Þetta var tilfinningaríkt, mikil ástríða og mikil gæði. Þetta gerist ekki betra en þetta. Að koma hingað, eftir nágrannaslaginn og gegn þessu liði og spila eins og við gerðum er ekkert annað en ótrúlegt. Það að vinna leikinn gerir þetta enn betra.“

„Við vorum rólegir en á sama tíma ákveðnir. Við náðum að stjórna augnablikum leiksins og fórum ekki á taugum. Við höfðum alltaf trú á því að við gætum unnið leikinn. Við sýndum yfirvegun okkar í teignum mörgum sinnum en boltinn fór ekki í netið. Til allrar hamingju fór hann þangað á endanum.“

„Ég vil ekki tala um einstaklinga. Við tókum boltann og létum hlutina gerast. Þeir eru ungir en með mikið sjálfstraust til að framkvæma.“


Þetta er besta byrjun Arsenal í ensku úrvalsdeildinni en Arteta segir liðið verðskuldað á toppnum.

„Það er frábært og við eigum skilið að vera þar sem við erum miðað við hvernig við erum að spila. Það er samt margt sem má gera betur.

Er pressa á Arsenal-liðinu?

„Við höfum talað um pressu í síðustu tólf eða þrettán leikjum. Liðin í ensku úrvalsdeildinni eiga eftir að gera okkur erfitt fyrir og við verðum að vera vel undirbúnir fyrir það,“ sagði Arteta í lokin.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner