
Kínverska landsliðskonan Linli Tu skrifaði í dag undir tveggja ára samning við Keflavík en hún kemur til félagsins frá Fjarðabyggð/Hetti/Leikni.
Tu, sem er 23 ára gömul, kom til landsins fyrir síðasta tímabil og var ein sú besta í Lengjudeildinni.
Hún skoraði 16 mörk fyrir liðið og endaði markahæst er FHL hafnaði í 6. sæti deildarinnar.
Tu var valin í lið ársins en hún á að baki leiki fyrir bæði U17 og U20 ára landslið Kína.
Hún mun nú taka næsta skref og spila í Bestu deildinni en í dag skrifaði Tu undir tveggja ára samning við Keflavík.
Keflavík hafnaði í 8. sæti Bestu deildarinnar á síðasta ári með 16 stig.
Athugasemdir