Ronaldo vill fá Casemiro til Sádi-Arabíu - Man Utd gæti gert lánstilboð í Kolo Muani - Dortmund hefur áhuga á Rashford
   þri 07. janúar 2025 13:00
Elvar Geir Magnússon
Scholes: Ratcliffe hefur ekki gert neitt jákvætt fyrir Man Utd
Sir Jim Ratcliffe fyrir utan Old Trafford.
Sir Jim Ratcliffe fyrir utan Old Trafford.
Mynd: Getty Images
Paul Scholes skýtur föstum skotum á Sir Jim Ratcliffe og segir að ekkert jákvætt hafi gerst hjá Manchester United síðan breski auðkýfingurinn eignaðist hlut í félaginu. Ratcliffe tók yfir fótboltamálum hjá United.

Scholes gagnrýnir „fáránlega hátt“ miðaverð en það hækkaði talsvert í nóvember. Á meðan er liðið í þrettánda sæti ensku úrvalsdeildarinnar.

Ratcliffe og Ineos hópurinn sögðust ætla að vinna í því að koma Manchester United aftur meðal bestu liða heimsfótboltans.

„Ineos hefur verið við stjórnvölinn í næstum ár núna og allt er ennþá neikvætt. Ég get ekki nefnt neitt jákvætt sem þeir hafa gert fyrir félagið. Staðan innan vallar er að versna og gátu þeir ekki þá bara lækkað miðaverð og reynt að koma með einhverja jákvæðni? Hvernig getur þú sagt stuðningsmönnum að borga meira miðað við það sem er að gerast inni á vellinum?" segir Scholes.

„Það er ekkert jákvætt í gangi hjá félaginu. Liðið er algjört miðlungslið og það er ekkert gert fyrir stuðningsmenn. Það er alltaf talað um að Ratcliffe sé stuðningsmaður Manchester United en það virðist engu máli skipta."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner