Cunha orðaður við þrjú félög - Garnacho til Chelsea? - Sjö á óskalistum Amorim - Hvað verður um Rashford? - Chelsea vill risaupphæð
   mið 22. janúar 2025 09:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ten Hag ekki spenntur að taka við núna
Erik ten Hag.
Erik ten Hag.
Mynd: EPA
Það voru að berast tíðindi frá Þýskalandi: Nuri Sahin hefur verið rekinn frá Borussia Dortmund.

En samkvæmt Sky Sports þá hefur Erik ten Hag ekki áhuga á því að taka við starfinu á þessum tímapunkti.

Ten Hag hefur verið aðstoða Dortmund síðustu vikur út af slöku gengi og á hann gott samband við Matthias Sammer, yfirráðgjafa Dortmund.

Þessi fyrrum stjóri Manchester United þótti líklegastur sem eftirmaður Sahin en hann er ekki tilbúinn að taka við því núna samkvæmt Sky Sports.

Roger Schmidt, fyrrum stjóri Benfica, er á sama máli og Ten Hag.

Aðrir sem eru orðaðir við starfið eru Sandro Wagner sem er aðstoðarlandsliðsþjálfari Þýskalands, Sebastian Hoeness sem stýrir Stuttgart og Niko Kovac, fyrrum stjóri Bayern München.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner