Umboðsmenn Marcus Rashford funduðu með Barcelona fyrir leik liðsins gegn Benfica í Meistaradeildinni í gær.
Þetta herma heimildir Sky Sports.
Þetta herma heimildir Sky Sports.
Samkvæmt Sky er Barcelona draumaáfangastaður Rashford ef hann fer frá Man Utd.
Barcelona þarf að búa til fjárhagslegt pláss til að geta krækt í Rashford en það hjálpar líklega ef félaginu tekst að losa sig við Eric Garcia og Ansu Fati.
Borussia Dortmund hefur líka sýnt Rashford áhuga og þá hefur hann verið orðaður við AC Milan en það er ólíklegt að hann fari þangað þar sem félagið er að ná í Kyle Walker og þá er ekki pláss fyrir annan leikmann utan Evrópusambandsins.
Barcelona er sem stendur í þriðja sæti spænsku úrvalsdeildarinnar.
Athugasemdir