Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   lau 22. febrúar 2020 17:14
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Championship: Leeds jók forskot sitt í öðru sæti
Leeds er í öðru sæti.
Leeds er í öðru sæti.
Mynd: Getty Images
Jón Daði lék 64 mínútur í tapi.
Jón Daði lék 64 mínútur í tapi.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það voru hvorki meira né minna en 11 leikir spilaðir í Championship-deildinni á Englandi í dag.

Stuðningsmenn Leeds láta sig dreyma um ensku úrvalsdeildin. Er biðin loksins á enda? Staðan er að minnsta kosti góð eftir 1-0 sigur á Reading á heimavelli. Pablo Hernandez skoraði eina markið nokkuð snemma í seinni hálfleiknum.

Leeds, sem hefur ekki leikið í úrvalsdeildinni frá árinu 2004, er núna með fimm stiga forystu í öðru sæti Championship-deildarinnar. Það eru 12 umferðir eftir.

West Brom er á toppnum með fjórum stigum meira en Leeds. West Brom lagði Bristol City á útivelli, 3-0.

Eins og staðan er núna, eftir 34 umferðir, eru Fulham, Brentford, Nottingham Forest og Preston í þriðja til sjötta sæti, umspilssætunum.

Jón Daði Böðvarsson var í byrjunarliði Milwall og spilaði 64 mínútur þegar liðið tapaði 1-0 fyrir Wigan. Wigan er í tíunda sæti, fjórum stigum frá umspilssætunum.

Barnsley 1 - 0 Middlesbrough
1-0 Conor Chaplin ('73 )

Birmingham 3 - 3 Sheffield Wed
1-0 Jacob Murphy ('6 , sjálfsmark)
1-1 Barry Bannan ('20 )
2-1 Lucas Jutkiewicz ('30 )
2-2 Fernando Forestieri ('34 , víti)
2-3 Jacob Murphy ('65 )
3-3 Scott Hogan ('90 )

Brentford 2 - 2 Blackburn
0-1 Adam Armstrong ('11 )
0-2 Adam Armstrong ('54 , víti)
1-2 Ollie Watkins ('62 )
2-2 Said Benrahma ('71 , víti)

Bristol City 0 - 3 West Brom
0-1 Callum Robinson ('32 )
0-2 Hal Robson-Kanu ('36 )
0-3 Hal Robson-Kanu ('79 )
Rautt spjald: Romaine Sawyers, West Brom ('77)

Charlton Athletic 3 - 1 Luton
1-0 Lyle Taylor ('34 )
1-1 Harry Cornick ('36 )
2-1 Lyle Taylor ('62 , víti)
3-1 George Lapslie ('87 )

Leeds 1 - 0 Reading
1-0 Pablo Hernandez ('57 )

Nott. Forest 0 - 0 QPR

Preston NE 2 - 1 Hull City
0-1 Mallik Wilks ('40 )
1-1 Paul Gallagher ('67 , víti)
2-1 Alan Browne ('71 , víti)

Stoke City 2 - 0 Cardiff City
1-0 Callum Paterson ('25 , sjálfsmark)
2-0 Joe Allen ('72 )

Swansea 3 - 1 Huddersfield
1-0 Andre Ayew ('28 )
1-1 Steve Mounie ('78 )
2-1 Jay Fulton ('80 )
3-1 Jordan Garrick ('90 )

Wigan 1 - 0 Millwall
1-0 Shaun Hutchinson ('57 , sjálfsmark)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner