Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   lau 22. febrúar 2020 07:30
Ívan Guðjón Baldursson
Kane og Son besta sóknarparið í sögu deildarinnar
Kane og Son eru báðir frá vegna meiðsla um þessar mundir.
Kane og Son eru báðir frá vegna meiðsla um þessar mundir.
Mynd: Getty Images
Harry Kane og Son Heung-min eru sóknarparið með besta markahlutfallið í sögu ensku úrvalsdeildarinnar.

Leikmenn sem koma til greina verða að hafa spilað 5000 mínútur saman og er aðeins talin tölfræði frá því þegar báðir eru á vellinum á sama tíma.

Kane og Son eru búnir að skora samtals 102 mörk þegar þeir eru saman á vellinum í úrvalsdeildinni, eða 1,29 mark á leik.

Mohamed Salah og Sadio Mane eru í öðru sæti, með 89 mörk skoruð eða 1,26 á leik.

Sergio Agüero og Raheem Sterling eru í þriðja sæti en þar fyrir neðan koma Thierry Henry og Robert Pires í Arsenal og Fernando Torres og Steven Gerrard í Liverpool.

Topp 5 sóknarpör:
1. Kane (67) & Son (35) - 1,29 mark á leik
2. Salah (50) & Mane (39) - 1,26
3. Aguero (65) & Sterling (35) - 1,22
4. Henry (108) & Pires (54) - 1,21
5. Torres (52) & Gerrard (29) - 1,13
Athugasemdir
banner
banner
banner