Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   lau 22. febrúar 2020 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Kári fær leikmenn frá Skallagrími og ÍA (Staðfest)
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Kári er á fullu við að styrkja leikmannahóp sinn fyrir komandi átök í 2. deildinni. Liðið bjargaði sér frá falli í fyrra með fimm stigum og er að sækja liðsstyrk til ÍA og Skallagríms.

Birgir Steinn Ellingsen og Guðfinnur Þór Leósson ganga í raðir Kára frá ÍA. Birgir Steinn er fæddur 1998 og Guðfinnur Þór 1999.

Báðir voru þeir mikilvægir hlekkir í byrjunarliði Kára í fyrra. Þeir eiga einn leik að baki hvor með ÍA í efstu deild.

Birgir Þór Sverrisson, fæddur 1993, er genginn í raðir Kára frá Skallagrími. Hann á 75 keppnisleiki að baki fyrir Skallagrím og skiptir yfir ásamt Fylki Jóhannssyni, Helga Rafn Rafnkelssyni, Marvin Darra Steinarssyni og Sigurjóni Ara Guðmundssyni.

Þessir strákar, sem eru allir fæddir í kringum síðustu aldamót, hafa aðeins spilað fyrir Skallagrím og eiga samtals 74 leiki að baki fyrir félagið.
Athugasemdir
banner
banner