banner
   mán 22. febrúar 2021 06:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ofvirkir pennar í ÍR-heimilinu
ÍR leikur í 2. deild kvenna.
ÍR leikur í 2. deild kvenna.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
ÍR heldur áfram að semja við leikmenn í kvennaliði sínu fyrir næstu ár. „Ofvirku ÍR-pennarnir halda áfram að vinna," segir á samfélagsmiðlum félagsins.

Þær Elísabet Lilja Ísleifsdóttir og Suzanna Sofía Palma Rocha skrifuðu undir samning við félagið um að leika með því næstu þrjú árin. Guðrún Ósk Tryggvadóttir skrifaði einnig undir þriggja ára samning við félagið og notu þær Rósa Björk Borgþórsdóttir og Berta Sóley Sigtryggsdóttir einnig ofvirku pennana.

Elísabet er uppalin ÍR-ingur, fædd árið 2003 og því 18 ára á árinu. Hún getur spilað bæði sem kantmaður og bakvörður. Elísabet (Ella) lék sinn fyrsta leik fyrir meistaraflokk árið 2018 og lék alls 15 leiki á síðasta leiktímabili og er orðin mikilvægur hlekkur í liðinu.

Suzanna kom til ÍR síðastliðið sumar frá Gróttu og lék eins og Ella 15 leiki í fyrra og skoraði í þeim tvö mörk. Auk þess að vera öflug fótboltakona hefur Suzanna æft MMA. Hún spilar sem kantmaður.

Berta Sóley kom í sumarglugganum til okkar frá Gróttu en vegna þess hve mótið var stytt náði hún minna að sýna en hún ætlaði sér. Margrét Sveinsdóttir, þjálfari ÍR, er handviss um að meira mun verða vart við frammistöðurnar á komandi sumri.

Rósa Björk er Skagfirðingurinn í Breiðholtinu en hún spilar sem bakvörður. Hún vann sig inn í liðið þegar leið á sumarið og hefur átt fast sæti í liðinu nú í vetrarleikjunum.

Guðrún er þrátt fyrir að verða aðeins 27 ára gömul á þessu ári mikill reynslubolti hjá uppeldisfélagi sínu, hún lék fyrstu leiki sína 16 ára gömul og hefur í dag alls leikið 159 leiki í deild og bikar fyrir ÍR og skorað í þeim 13 mörk.

ÍR leikur í 2. deild kvenna.



Athugasemdir
banner
banner
banner
banner