Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   mán 22. febrúar 2021 10:33
Elvar Geir Magnússon
Ólafsvíkingar enduðu með útleikmann í markinu
Vitor Vieira Thomas.
Vitor Vieira Thomas.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Víkingur Ólafsvík tapaði 0-5 fyrir KA í Lengjubikarnum um helgina.

Lið í Pepsi Max-deildinni höfðu mikla yfirburði í viðureignum gegn Lengudeildarliðum í leikjum helgarinnar og unnu samtals 41-5.

Á 73. mínútu í leik Ólafsvíkurliðsins gegn KA, sem fram fór í Akraneshöllinni, þurfti Konráð Ragnarsson markvörður Víkinga að fara meiddur af velli.

Þar sem liðið var ekki með varamarkvörð fór útileikmaður, miðjumaðurinn Vitor Vieira Thomas, í markið.

Staðan þá var 0-4 en Vitor þurfti að sækja boltann einu sinni í markið.

Gunnar Einarsson tók við þjálfun Ólafsvíkurliðsins í vetur eftir að Guðjón Þórðarson lét af störfum. Liðið hafnaði í níunda sæti Lengjudeildarinnar í fyrra.
Athugasemdir
banner
banner
banner