Arsenal og Chelsea vilja Isak - Þrír orðaðir við Liverpool - Potter orðaður við Wolves og West Ham
   fim 22. febrúar 2024 08:30
Brynjar Ingi Erluson
Fjórtán ára gamall með síder og pakka af sígarettum - „Ekki auðveldur staður til að búa á“
Wayne Rooney
Wayne Rooney
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Wayne Rooney, markahæsti leikmaður í sögu Manchester United, viðurkennir að það hafi ekki verið auðvelt að alast upp í Liverpool-borg, en á dögunum rifjaði hann upp skemmtilega sögu í þættinum Overlap.

Rooney er alinn upp hjá Everton og var á sínum tíma talinn einn allra efnilegasti leikmaður Englands.

Hann var aðeins 16 ára gamall þegar hann spilaði sinn fyrsta leik fyrir aðallið Everton og tveimur árum síðar var hann seldur til Manchester United.

Þessi fyrrum leikmaður kom sér oft og mörgum sinnum í klandur á ferlinum. Sir Alex Ferguson, fyrrum stjóri Rooney, gómaði hann einu sinni á bar og það skömmu eftir að hann samdi við United. Þá viðurkenndi hann að hafa keypt sér vændi sama ár.

Englendingurinn sagði eina skemmtilega sögu í þættinum Overlap en hún gerðist þegar hann var á mála hjá Everton og var aðeins 14 ára gamall.

„Það var ekki auðvelt að búa á þeim stað sem ég ólst upp á, en ég samt elskaði að alast upp þarna. Það kenndi mér svo marga ólíka hluti. Ég man þegar ég var 14 ára gamall og það var fimmtudagur eða eitthvað svoleiðis og það var leikur með U19 ára liðinu á laugardegi. Colin Harvey var þjálfarinn, en ég er þarna að fara að labba yfir götu og er með poka af síder (eplavín) og pakka af sígarettum. Bíllinn stoppar til að hleypa mér yfir, en þá var þetta bara Colin Harvey!“ sagði Rooney, sem ólst upp í hverfinu Croxteth í LIverpool-borg.

Þetta neyðarlega atvik hafði engin áhrif á feril Rooney, sem tveimur árum síðar varð yngsti leikmaður í sögu úrvalsdeildarinnar.

Rooney átti síðar eftir að vinna urmul af titlum með United. Hann er enn markahæsti leikmaður í sögu félagsins og var lengi vel markahæsti landsliðsmaður Englands áður en hann lagði skóna á hilluna árið 2021 og snéri sér að þjálfun.
Athugasemdir
banner
banner
banner