Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   fim 22. febrúar 2024 18:50
Ívan Guðjón Baldursson
Haukar semja við Ernest Slupski og Finnboga Laxdal (Staðfest)
Fá nítján ára Serba úr unglingaliði Vals
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
Haukar eru búnir að ganga frá samningum við tvo leikmenn sem gætu reynst mikilvægir í 2. deildinni og einn serbneskan táning úr unglingaliði Vals.

Finnbogi Laxdal Aðalgeirsson er búinn að skrifa undir samning eftir að hafa spilað með Haukum í fyrra á lánssamningi frá ÍA. Hann skoraði tvö mörk í níu leikjum og hreif þjálfarateymið.

Finnbogi er sókndjarfur vinstri bakvörður sem kom einnig við sögu í tveimur leikjum í Lengjudeildinni í fyrra. Hann er uppalinn Skagamaður, fæddur 2002, og hefur einungis leikið fyrir ÍA og Kára á meistaraflokksferlinum.

Þá er pólski kantmaðurinn Ernest Slupski einnig genginn til liðs við félagið eftir að hafa leikið fyrir Þrótt R. og ÍR. Ernest, fæddur 2001, byrjaði vel í íslenska boltanum og skoraði fimm mörk í níu leikjum hjá Þrótti sumarið 2022 en markaskorunin gekk ekki jafn vel í fyrra.

Finnbogi og Ernest gætu reynst drjúgir í sumar og þá verður áhugavert að fylgjast með þróun Djordje Biberdzic, sem kemur úr unglingaliði Vals.

Djordje er serbneskur sóknarmaður fæddur 2004 sem lék með FK Apolon í serbnesku unglingadeildinni fyrir nokkrum árum síðan. Þar mætti hann meðal annars unglingaliðum FK Vojvodina og Rauðu stjörnunnar í sterkri deild.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner