Man Utd gæti átt von á tilboði frá Napoli í Alejandro Garnacho - Bayern München vill Mainoo - Man City til í að hleypa Walker frítt
   fim 22. febrúar 2024 23:35
Ívan Guðjón Baldursson
Ibrahim Osman staðfesti félagaskiptin til Brighton
Mynd: Getty Images
Kantmaðurinn efnilegi Ibrahim Osman hefur svo gott sem staðfest félagaskipti sín til Brighton.

Osman er 19 ára gamall og kemur úr röðum Nordsjælland alveg eins og Simon Adingra sem hefur verið að gera góða hluti með Brighton.

Osman og Adingra fóru í gegnum sömu akademíu í Afríku áður en þeir héldu til Jótlands.

„Ég valdi Brighton útaf leikstíl liðsins. Ungir leikmenn fá tækifæri og ef maður stendur sig vel hjá Brighton þá fær maður spiltíma. Þess vegna valdi ég Brighton," sagði Osman í viðtali við Bold í Danmörku.
Athugasemdir
banner
banner
banner