Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 22. mars 2020 18:33
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Dropi í hafið fyrir mörg íþróttafélög"
Úr leik Fylkis og Magna á undirbúningstímabilinu.
Úr leik Fylkis og Magna á undirbúningstímabilinu.
Mynd: Fótbolti.net - Einar Ásgeirsson
Ríkisstjórnin kynnti í gær aðgerðir í fyrsta áfanga stjórnvalda til að bregðast við áhrifum kórónveirunnar. Kostnaðurinn við þær aðgerðir nemur 230 milljörðum króna.

Hrafnkell Helgi Helgason, formaður meistaraflokksráðs karla hjá Fylki, segist hafa heyrt að 250 milljónir króna af þessum 230 milljörðum fari í íþróttahreyfinguna. Þórir Hákonarson, íþróttastjóri Þróttar R. og fyrrum framkvæmdastjóri KSÍ, segir að heildarupphæðin fyrir menningu og íþróttir sé 750 milljónir króna.

Á samfélagsmiðilinn Twitter skrifar Hrafnkell: „Heyrði tölurnar 250
milljónir króna í aðgerðapakkanum sem fer í íþróttahreyfinguna sem skiptast síðan á milli 30 sérsambanda."


„Þakklátur tillögum ríkisstjórnar til að létta öllum lífið, en mig grunar að þetta sé dropi í hafið fyrir mörg íþróttafélög í landinu."

Þórir svarar tísti Hrafnkels og skrifar: „Heildarupphæðin er auðvitað bara dropi í hafi, en sé þetta raunin þá hefur þessi aðgerð nánast ekkert að segja fyrir stærstu hreyfinguna, knattspyrnuna, sem tapar mestu vegna þessa ástands á mótahaldi, viðburðum og stuðningi fyrirtækja."

Útvarpsþátturinn Fótbolti.net þessa vikuna ræddi um áhrif heimsfaraldursins á íslenska boltann.

Elvar Geir og Tómas Þór fengu til sín góða gesti, en þáttinn í heild sinni má hlusta á hér að neðan.

Sjá einnig:
Íslandsmótinu frestað þar til um miðjan maí (Staðfest)


Útvarpsþátturinn - Krísufundur íslenska boltans
Athugasemdir
banner
banner