mán 22. mars 2021 20:50
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Györ, Ungverjaland
„Gæti alveg verið í einhverju niðurbroti en kýs að vera ekki í einhverri fýlu"
Icelandair
Ég get sagt það að minn tími í landsliðinu mun koma en það verður að fá að bíða aðeins.
Ég get sagt það að minn tími í landsliðinu mun koma en það verður að fá að bíða aðeins.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ég persónulega var meira pirraður fyrir hönd bróður míns. Hans tími mun líka koma, við stöndum þétt saman bræðurnir.
Ég persónulega var meira pirraður fyrir hönd bróður míns. Hans tími mun líka koma, við stöndum þétt saman bræðurnir.
Mynd: Reading
Ef ég set mig í spor þjálfarans þá ferðu ekki að breyta sigurliði.
Ef ég set mig í spor þjálfarans þá ferðu ekki að breyta sigurliði.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þegar ég sá valið þá sendi ég á Jón Dag: 'þið takið þetta og snýtið þessu EM'.
Þegar ég sá valið þá sendi ég á Jón Dag: 'þið takið þetta og snýtið þessu EM'.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég horfi frekar á þetta eins og ég sé að fara spila með þeim í A-landsliðinu seinna."

Axel Óskar Andrésson á að baki átján leiki með U21 landsliðinu og þar að auki tvo A-landsleiki. Hann var ekki einn af þeim 23 sem héldu til Ungverjalands í gær til að koma saman fyrir lokakeppni Evrópumótsins.

Fréttaritari heyrði í Axel í kvöld og spurði hann út í bæði fyrsta mánuðinn hjá hans nýja félagi, Riga FC í Lettlandi og svo U21 árs landsliðið. Hlutinn um Riga kemur inn í fyrramálið.

Þrátt fyrir að eiga átján leiki þá komu þeir síðustu árið 2019, Axel glímdi við meiðsli sem héldu honum frá stóran hluta ársins 2019 og kom hann svo til baka síðasta sumar. Hann var í tveimur landsliðshópum síðasta haust en kom ekki við sögu í leikjunum.

Hvernig var hugsunin svona fyrir mánuði síðan, bjóstu við því að þú værir að fara í lokakeppnina?

Eins og ég sagði við þig síðast þá var ég í liðinu áður en ég meiddist. Eftir meiðslin voru þeir búnir að móta ótrúlega flott lið. Ef ég set mig í spor þjálfarans þá ferðu ekki að breyta sigurliði."

„Aftur á móti þá veit ég, og ég trúi það mikið á sjálfan mig, að ég veit að ég gæti leikandi verið í þessu liði. Fyrir mánuði hugsaði ég að það gerist það sem gerist. Að lokum ráða þjálfararnir þessu ég varð að vera tilbúinn sama hvað gerist.“

„Það segir sig svo kannski sjálft að með því að velja að fara til Riga þá er maður á sama tíma að hefta sína möguleika með landsliðinu, hvort sem það er A-landsliðið eða á lokamót. Ég hafði aðra möguleika sem hefðu kannski aukið mína möguleika með lokamótið að gera."

„En mér leist best á þessa niðurstöðu og sé alls ekki eftir því eins og er, ég er að spila hrikalega vel og þetta snýst um það, að vera hamingjusamur.“

„Ég get sagt það að minn tími í landsliðinu mun koma og ég hef fulla trú á því. En það verður að fá að bíða aðeins.“


Tókstu þetta inn á þig og hvenær nákvæmlega vissiru að þú yrðir ekki valinn?

„ Fyrir kannski ári síðan eða tveimur árum síðan þá hefði ég tekið þetta mjög mikið inn á mig. En núna var ég rólegur og tók þann pólinn í hæðina að leyfa mér að vera glaður og fara það skref sem mér fannst henta mér best á þessum tímapunkti, burstéð frá landsliðinu.“

„Ég vissi það þegar umboðsmaðurinn spurði mig hvort ég væri búinn að fá pósta frá landsliðinu en þeir komu ekki í þetta skiptið."

„Ég persónulega var meira pirraður fyrir hönd bróður míns. Hann er að spila á ótrúlega háu getustigi, fólk gerir sér ekki grein fyrir því [Jökull er að láni hjá Exeter frá Reading]. Hans tími mun líka koma, við stöndum þétt saman bræðurnir.“


Hvernig verður að fylgjast með þessu móti?

„Ég gæti alveg verið í einhverju niðurbroti en ég kýs að vera ekki í einhverri fýlu. Ég styð strákana, þeir hófu þessa vegferð saman og eru komnir á ótrúlega flottan stað og gera þetta frábærlega saman."

„Þegar ég sá valið þá sendi ég á Jón Dag: „þið takið þetta og snýtið þessu EM“. Ég sit sem stuðningur Íslands heima í stofu og er viss um að strákarnir munu gera mjög vel.“


Tveir Mosfellingar í hópnum, Róbert Orri og Bjarki Steinn, samgleðstu þeim meira en öðrum?

„Nei nei, öllum jafnmikið. Ég veit það og ef ég kannski nefni sérstaklega hina miðverðina, þetta eru allt ógeðslega flottir og góðir strákar. Það er ekkert um vondar tilfinningar í garð einhverja leikmanna hjá mér. Það er ekki til í orðabókinni hjá fjölskyldunni, engin öfund og bara stuðningur á þessa stráka.“

„Eins og Ísak sagði í þessu viðtali, og það er alveg satt, þá eru þetta allt hrikalega góðir vinir og það þýðir ekkert að sitja í fýlu hér, styð þá miklu frekar og vona að þeir standi sig."

„Ég horfi frekar á þetta eins og ég sé að fara spila með þeim í A-landsliðinu seinna,“
sagði Axel að lokum.
Athugasemdir
banner
banner